fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Ung íslensk kona lést í heimahúsi aðfararnótt fimmtudags

Lögreglan rannsakar hvort andlátið megi rekja til neyslu læknadóps

Kristín Clausen
Föstudaginn 23. september 2016 22:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort andlát íslenskrar konu aðfararnótt fimmtudags megi rekja til neyslu læknadóps.

Þetta kemur fram á Vísi.

Þar segir jafnframt að konan sem lést í heimahúsi hafi verið um þrítugt. Grunur leikur á að hún hafi misnotað lyfseðlisskyld lyf. Þá segir að rannsókn málsins sé skammt á veg komin.

Lögreglan vill ekki gefa upp hvaða lyf grunur leikur á að konan hafi misnotað.

Mjög varasamt

Nú í lok ágúst sendi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu út sérstaka viðvörun vegna verkjalyfsins Fentanýl. Þar sagði meðal annars.

„Fjölmörg dauðsföll á Norðurlöndunum eru rakin til notkunar á fentanýl, en lögreglan rannsakar nú andlát ungs manns á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi þar sem grunur leikur á að umrætt lyf hafi komið við sögu.“

Í viðvörunni vísar lögreglan til dauðsfalls ungs manns sem lést á Menningarnótt eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af fentanýli. Annar maður var hætt komin sömu nótt vegna lyfsins. Enn er beðið eftir endanlegri niðurstöðu í málunum.

Embætti landlæknis og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óttast misnotkun fólks á lyfsseðilsskyldum lyfjum. Svo virðist sem ungt fólk sé í auknum mæli farið að nota læknadóp sem gengur kaupum og sölum á svörtum markaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði