fbpx
Föstudagur 23.maí 2025

Reynir snappari sýnir fæðinguna í beinni: „Konur eru hetjur að ganga með þessi börn fyrir okkur, hvað þá að fæða þau.“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 5. júlí 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Bergmann er einn vinsælasti snapparinn í dag með yfir þrettán þúsund fylgjendur sem horfa á hann daglega. Svartur húmor Reynis og einlægni hans spurðist hratt út og fara áhorf hans sífellt hækkandi.

„Ég fékk ógeð á þessum sýndarmennsku snöppurum sem láta allt líta svo pörfekt út, en það er ekki þannig hjá neinum manni. Það er enginn með allt upp á við í lífinu og það var þess vegna sem sem ég byrjaði að snappa. Ég vildi sýna hvernig raunverulegt líf sé og skef ég ekkert undan. Ég segi hlutina nákvæmlega eins og þeir eru, einlæglega og heiðarlega hvort sem fólki líkar það betur eða verr,“ segir Reynir í viðtali við Bleikt.

Þúsundir manns bíða spennt eftir fæðingunni

Þrátt fyrir að grín og glens sé oft í aðalhlutverki inni á snappinu hjá Reyni hefur hann einnig talað mjög opinskátt um alkóhólisma og meðvirkni sem hann hefur sjálfur þurft að ganga í gegnum. Reynir er búsettur á Selfossi með Sólveigu Ýr konu sinni og saman eiga þau eina sjö ára dóttur ásamt annari tólf ára sem Reynir á úr fyrra sambandi.

Sólveig er nú ólétt að þeirra þriðja barni og er settur dagur á morgun 6. júlí. Reynir og Sólveig tóku þá ákvörðun á dögunum að leyfa fylgjendum hans að fylgjast með fæðingunni í beinni útsendingu í gegnum Snapchat.

„Ástæða þess að við ákváðum að snappa fæðinguna er sú að ég hef alltaf haft heimili mitt opið fyrir öllum mínum fylgjendum og fólk elskar að fylgjast með lífi okkar. Þá varð þessi hugmynd til og ég veit að þúsundir manna eru að deyja úr spenning og hlakka til þess að sjá fjölskyldu okkar stækka. Ég fæ hundruð skilaboða á dag frá spenntum fylgjendum.“

Fólki líður eins og það sé að horfa á spennumynd

Reynir segir að vegna þess að þau hafi ákveðið að eiga barnið á Selfossi þurfi þau ekki að hafa miklar áhyggjur af uppsögnum og kjarabaráttu ljósmæðra nema ef eitthvað kæmi upp á í ferlinu og þau þyrftu að fara til Reykjavíkur.

„Ef það gerist þá höfum við töluverðar áhyggjur. Nýlega hef ég verið að upplýsa fólk um það þegar Sólveig fær samdrætti eða óeðlilega verki og fólki líður eins og það sé að horfa á spennumynd,“ segir Reynir og hlær.

„Sólveig er ótrúlega sterk en ég finn að hún er tilbúin að koma barninu í heiminn. Hún hefur staðið sig eins og hetja þessa mánuði en hún er að þreytast. Hún er auðvitað aðeins kvíðin fyrir fæðingunni sem er mjög skiljanlegt en konur eru hetjur að ganga með þessi börn fyrir okkur, hvað þá að fæða þau.“

Reynir ætlar að halda áfram að sýna frá lokametrum meðgöngunnar ásamt því að snappa frá fæðingunni sjálfri.

„Við munum sýna frá því þegar við erum komin upp á spítala og þegar hún er komin í hríðir. Við munum líka sýna fæðingarferlið og þegar barnið kemur í heiminn. Auðvitað sýnum við ekki klofið á konunni minni fyrir framan þúsundir manna, ég ber nú meiri virðingu fyrir henni en það en við munum samt sýna mikið.“

Fyrir þá sem hafa áhuga á því að fylgjast með fæðingu barns þeirra Reynis og Sólveigar geta bætt honum við á Snapchat : reynir1980

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Eva Laufey og Haraldur selja einbýlishúsið – Eldhúsið eitt það þekktasta á landinu

Eva Laufey og Haraldur selja einbýlishúsið – Eldhúsið eitt það þekktasta á landinu
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Gríðarlegur áhugi á leikmanni City – Eru til í að leggja yfir 4 milljarða á borðið

Gríðarlegur áhugi á leikmanni City – Eru til í að leggja yfir 4 milljarða á borðið
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Varar Íslendinga við Trump

Varar Íslendinga við Trump
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Annar maður látinn eftir eldsvoðann í Vesturbænum

Annar maður látinn eftir eldsvoðann í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ruben Amorim getur gleymt því að fá manninn sem hann vildi hvað mest fá

Ruben Amorim getur gleymt því að fá manninn sem hann vildi hvað mest fá
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ísland eins og litla stelpan á skólalóðinni: „Hún gekk svo langt að kalla þá aumingja og ræfla. Þá loksins tóku tuddarnir eftir henni“

Ísland eins og litla stelpan á skólalóðinni: „Hún gekk svo langt að kalla þá aumingja og ræfla. Þá loksins tóku tuddarnir eftir henni“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ungi Spánverjinn að gefast upp eftir tvö ár í Sádí Arabíu

Ungi Spánverjinn að gefast upp eftir tvö ár í Sádí Arabíu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.