fbpx
Mánudagur 13.maí 2024
433

Hatar ekkert meira en Tottenham – Elskar leikmann liðsins í kvöld

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 3. júlí 2018 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eric Dier reyndist hetja enska landsliðsins í kvöld sem mætti Kólumbíu í 16-liða úrslitum HM.

Dier kom inná sem varamaður hjá enska liðinu í kvöld og átti ekkert sérstakan leik en hann skoraði þó í vítakeppni.

England þurfti að sigra í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma og framlengingu. Liðið mætir Svíþjóð í næstu umferð.

Dier er á mála hjá Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, lið sem sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan þolir ekki.

Morgan er harður stuðningsmaður Arsenal en rígurinn á milli Arsenal og Tottenham er mikill í London.

Morgan var þó alveg sama eftir mark Dier að hann væri á mála hjá Tottenham og segist nú elska miðjumanninn en hatar samt sem áður Tottenham.

Skondna Twitter færslu hans má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bar saman Íslendingana og þann besta – „Allir í tómum æsing“

Bar saman Íslendingana og þann besta – „Allir í tómum æsing“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Heldur starfinu jafnvel þó Ten Hag verði rekinn

Heldur starfinu jafnvel þó Ten Hag verði rekinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: HK vann KR á útivelli – Heimamenn fengu tvö rauð spjöld

Besta deildin: HK vann KR á útivelli – Heimamenn fengu tvö rauð spjöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hataði goðsögnina og framdi skemmdarverk þónokkrum sinnum – ,,Glæpsamleg framkoma af minni hálfu“

Hataði goðsögnina og framdi skemmdarverk þónokkrum sinnum – ,,Glæpsamleg framkoma af minni hálfu“