fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fókus

Aularnir vaxa úr grasi: Sjáðu nýja leikhópinn í framhaldinu á It

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 3. júlí 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrollvekjan It sló rækilega í gegn í fyrrahaust og þénaði yfir 700 milljónir bandaríkjadollara á heimsvísu. Kvikmyndin, sem byggð er á fyrri hluta skáldsögu Stephen King, segir frá vinahópi sem gengur undir nafninu „Aularnir“ eða The Losers Club. Í sameiningu þarf hópurinn að kljást við yfirnáttúrulega veru sem hefur tekið sér mynd djöflatrúðs og herjar á börn.

Eftir vinsældir hrollvekjunnar kom að sjálfsögðu ekki annað til greina en að klára söguna, þar sem áhersla er lögð á Aulanna á sínum eldri árum. Nýja myndin mun bera heitið It: Chapter 2 og er áætlað að hún verði frumsýnd í september á næsta ári.

Á Twitter-síðu myndarinnar var nýi leikhópurinn afhjúpaður í heild sinni og þykir hann ekki vera af verri endanum. Meðal annars má þar nefna Bill Hader í hlutverki Richie Tozier, Jessicu Chastain í hlutverki Beverly Marsh og James McAvoy sem Bill Denbrough.

Einnig hafa bæst við þeir Jay Ryan, James Ransone, Isaiah Mustafa og Andy Bean.

Hér sjáum við betur persónur myndarinnar, þá og nú, ef svo má segja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 4 dögum

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 1 viku

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna