fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fókus

Enn meira stjörnustríð

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 6. ágúst 2016 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áður en leikstjórinn J.J. Abrams tók við Star Wars gerði hann sitt besta til að breyta Star Trek í Star Wars. Og sú arfleifð heldur áfram án hans. Tilvistarvangavelturnar eru horfnar út í geiminn og í staðinn fáum við geislabyssuhasar. Góðu fréttirnar eru þær að þetta er nokkuð góður hasar.

Tilvistarvangavelturnar eru horfnar út í geiminn og í staðinn fáum við geislabyssuhasar.

Myndin byrjar á atriði sem á að sýna þau leiðindi sem fylgja löngum geimferðum og er nokkuð frumlegt, en geimferðunum fylgir líka drama þar sem allir starfsmenn eru ungir og fallegir. Síðan fer hasarinn í gang og fyrir hlé er búið að rústa Enterprise ekki bara einu sinni heldur tvisvar.

Simon Pegg (Shaun of the Dead, Hot Fuzz) er kannski hættur að gera fyndnar myndir sjálfur, en hann hressir upp á Hollywood-stórmyndir með húmor sínum, bæði sem handritshöfundur og leikari. Nokkur atriði í hinni ágætu Ant-Man voru frá honum komin og handbragð hans leynir sér ekki hér.

Kirk kafteinn er kominn með byssubelti Han Sóló og er lítið fyrir samræður en til í að skjóta fyrst. Samt saknar maður pælinganna sem fylgdu gömlu myndunum. Það að ferðast um óravíddir alheimsins er áhugavert í sjálfu sér, og maður væri alveg til í fleiri undur en byssubardaga.

Helsti gallinn er þó að menn eru hér greinilega búnir að horfa of mikið á Guardians of the Galaxy. Popptónlist frá seinni hluta 20. aldar gegnir veigamiklu hlutverki en það að leysa vandann með því að setja Beastie Boys á fóninn er aðeins of mikið af því góða. Myndin fer því kannski ekki ótroðnar slóðir, en á frekar dræmu stórmyndasumri er hún vel yfir meðallagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Opinbera dánarorsök Diane Keaton

Opinbera dánarorsök Diane Keaton
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afmælisdagur Maríu byrjaði með óvæntum hætti – „Þetta sumar hefur kennt mér að jafnvel í storminum getum við börnin dafnað“

Afmælisdagur Maríu byrjaði með óvæntum hætti – „Þetta sumar hefur kennt mér að jafnvel í storminum getum við börnin dafnað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Byrjar þú daginn á því að stíga á vigtina – Þá þarftu að heyra þetta

Byrjar þú daginn á því að stíga á vigtina – Þá þarftu að heyra þetta
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Náði botninum í raunveruleikaþætti – Nær óþekkjanlegur sem vöðvatröll

Náði botninum í raunveruleikaþætti – Nær óþekkjanlegur sem vöðvatröll
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þú ert að geyma tómatsósuna þína vitlaust

Þú ert að geyma tómatsósuna þína vitlaust