fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Lækna – Tómas sagður ábyrgur fyrir vísindalegu misferli

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 25. júní 2018 15:49

Tómas Guðbjartsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Guðbjartsson, prófessor við Háskóla Íslands og yfirlæknir á Landsspítalanum, hefur verið úrskurðaður ábyrgur fyrir vísindalegu misferli vegna plastbarkamálsins, ásamt sex öðrum, af rektor Karólínska háskólasjúkrahússins í Svíþjóð. Mbl.is greinir frá.

Úrskurður rektors var birtur á heimasíðu sjúkrahússins í dag. Rannsakaðar voru sex vísindagreinar sem sjömenningarnir komu að, en það var læknirinn Paolo Macchiarini sem leiddi þróunina fyrir plastbarkaígræðslunni.

Samkvæmt niðurstöðu voru alvarlegir ágallar  í þeim upplýsingum sem lagðar voru fram í vísindagreinum læknanna, þar sem þær innihaldi falsaðar og brenglaðar lýsingar á ástandi sjúklinga fyrir og eftir plastbarkaaðgerðirnar. Þá eru aðgerðirnar sagðar skorta læknisfræðilegan rökstuðning og gerðar siðferðislegar athugasemdir við að ekki hafi legið fyrir samþykki sjúklings.

Í byrjun apríl sagði rektor Háskóla Íslands að vinnubrögð Tómasar væru aðfinnsluverðar, samkvæmt niðurstöðu skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar. Hinsvegar var ekki talið að lagaskilyrði væru fyrir hendi til þess að beita formlegum viðurlögum vegna brota í starfi á grundvelli laga nr70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Í tilkynningu HÍ sagði meðal annars:

„Það er afstaða rektors að fall­ast beri á þá niður­stöðu í skýrslu óháðu rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar að vinnu­brögð pró­fess­ors­ins sem tengj­ast birt­ingu nefndr­ar vís­inda­grein­ar hafi verið aðfinnslu­verð. Er þá einkum litið til þess að hann skyldi ekki hafna þátt­töku í frek­ari skrif­um grein­ar­inn­ar og draga nafn sitt til baka af lista meðhöf­unda um leið og hon­um urðu ljós­ir ann­mark­ar á efni henn­ar.“

Þar er einnig fundið Tóm­asi ýmislegt til máls­bóta:

„Hann reyndi ár­ang­urs­laust að koma lýs­ing­um í vís­inda­grein­inni á bata sjúk­lings í ásætt­an­legt horf, hann hef­ur óskað eft­ir því að fá nafn sitt dregið til baka af lista höf­unda um­ræddr­ar vís­inda­grein­ar og hann átti um­tals­verðan þátt í því að varpa ljósi á plast­barka­málið með fram­lagn­ingu um­fangs­mik­illa gagna og út­skýr­inga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður