fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Alls 1964 útskrifast frá Háskóla Íslands

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 22. júní 2018 09:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háskóli Íslands brautskráir nærri 2.000 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi á morgun, laugardaginn 23. júní, í Laugardalshöll. Líkt og undanfarin ár verða brautskráningarathafnirnar tvær, samkvæmt tilkynningu.

Á athöfn sem hefst kl. 10.30 taka kandídatar í framhaldsnámi við útskriftarskírteinum sínum. Alls verða 745 kandídatar brautskráðir og taka við 748 prófskírteinum. Athöfnina sækja þeir sem eru að ljúka framhaldsnámi til prófgráðu, þ.e. meistaranámi og kandídatsnámi, þar á meðal fyrstu nemendurnir sem ljúka námi með MS-gráðu í hagnýtri sálfræði frá Sálfræðideild.

Brautskráning kandídata sem eru að ljúka grunnnámi, þ.e. BA-, B.Ed.- og BS-námi, fer fram á seinni athöfninni sem hefst kl. 14. Alls ljúka 1219 kandídatar námi á grunnstigi að þessu sinni og taka við 1222 prófskírteinum. Þeirra á meðal er fyrsti kandídatinn sem lýkur BS-prófi í stærðfræði og stærðfræðimenntun sem Verkfræði- og náttúruvísindasvið býður upp á í samstarfi við Menntavísindasvið.

Prófskírteini verða afhent í röð eftir fræðasviðum: Félagsvísindasvið, Heilbrigðisvísindasvið, Hugvísindasvið, Menntavísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið. Á Félagsvísindasviði verða samtals brautskráðir 607, 465 á Heilbrigðisvísindasviði, 265 á Hugvísindasviði, 340 á Menntavísindasviði og 287 á Verkfræði- og náttúruvísindasviði.

Samtals útskrifast því 1964 kandídatar frá Háskóla Íslands á morgun með 1970 prófskírteini.

437 kandídatar brautskráðust frá Háskóla Íslands í febrúar síðastliðnum og því nemur heildarfjöldi brautskráðra það sem af er ári 2.401.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?