fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Enn til miðar á leiki Íslands í Rússlandi – Kostar skildinginn að komast þangað

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 19. júní 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusamband Íslands hefur sagst ætla að aðstoða þá sem vilja sjá leiki íslands gegn Nígeríu og Króatíu á HM í knattspyrnu, þar sem enn séu lausir miðar á leikina. Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segist ætla að aðstoða alla þá sem þurfa svokallað Fan ID, sem er nauðsynlegt til að vera hleypt inn á leikvangana í Volgograd og Rostov, þann 22. júní annarsvegar og 26. júní hinsvegar.

Miðar eru einnig fáanlegir bæði hjá KSÍ og hjá FIFA, sem og í Facebook-hópum hjá íslendingum sem ganga þar kaupum og sölum.

Hinsvegar er ferðalagið nokkuð langt og dýrt eftir því.

Samkvæmt vefnum turisti.is tekur það um 15-20 klukkustundir að ferðast með lest frá Moskvu til borganna Volgograd og Rostov.

Þá segir að það kosti 120-160 þúsund að finna flug með tveimur til þremur millilendingum frá Leifsstöð, en fyrir sömu upphæð mætti fljúga til Volgograd á fimmtudaginn og heim frá Rostov á miðvikudaginn í næstu viku og þannig ná báðum leikjum Íslands.

Enn eru laus herbergi í Volgograd og Rostov í kringum leikdagana, samkvæmt upplýsingum booking.com. Verðbilið er nokkuð breitt, allt frá 4000 þúsund krónum nóttin fyrir einstaklingsherbergi, upp í 170 þúsund krónur fyrir 60 fermetra íbúð með fjórum gistiplássum, við hliðina á leikvanginum.

Ljóst er að ferðalagið mun alltaf kosta skildinginn, þegar flugfarið, hótelverðið og miðaverðið er lagt saman.

En ef vel gengur, er það þá ekki alltaf þess virði ?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður