fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Guðlaugur á utanríkisráðherrafundi Eystrasaltsráðsins

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 19. júní 2018 08:00

Utanríkisráðherrar Eystrasaltsráðsríkjanna Mynd-Utanríkisráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, lagði áherslu á mikilvægi svæðisbundinnar samvinnu og frjálslynd og lýðræðisleg gildi á utanríkisráðherrafundi Eystrasaltsráðsins, sem haldinn var í Stokkhólmi í gær. Minntist ráðherra stofnunar Eystrasaltsráðsins fyrir rúmum aldarfjórðungi. Ferskir vindar og háleitar vonir einkenndu þessa tíma og við getum enn verið vongóð og unnið að velsæld og framförum í okkar heimshluta. Árangursrík samvinna, líkt og innan Eystrasaltsráðsins, hefur hvað eftir annað sannað gildi sitt,“ sagði Guðlaugur Þór meðal annars í ræðu sinni.

 

Utanríkisráðherra minntist einnig 25 ára afmælisfundar Eystrasaltsráðsins, sem haldinn var í Reykjavík á síðasta ári í formennsku Íslands og var fyrsti ráðherrafundur ráðsins eftir að átök í Úkraínu brutust út fyrir hartnær fimm árum. „Þar tókst okkur að endurvekja hið pólitíska samband á ráðherrastigi og eiga hreinskiptið og nauðsynlegt samtal,“ sagði Guðlaugur Þór ennfremur.

Á fundinum samþykktu utanríkisráðherrar Eystrasaltsráðsins ráðherrayfirlýsingu þar sem meðal annars er vísað til vinnu sérfræðingahóps sem skilað hefur tillögum sínum um bætta starfshætti Eystrasaltsráðsins til framtíðar. Þá tók Lettland formlega við formennsku í Eystrasaltsráðinu af Svíþjóð og mun leiða starfið næsta árið.

Í Eystrasaltsráðinu eiga sæti Norðurlöndin, Eystrasaltsríkin, Pólland, Þýskaland og Rússland, auk Evrópusambandsins.

Í dag sækir utanríkisráðherra fund utanríkisráðherra Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og svonefndra Visegrad-ríkja, þ.e. Póllands, Ungverjalands, Tékklands og Slóvakíu. Sá fundur fer einnig fram í Stokkhólmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum