fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

EFTA/EES-ríkin meta sameiginlega hagsmuni vegna Brexit

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 16. júní 2018 17:02

Ine Marie Eriksen Søreide og Aurelia Frick brugðu sér í íslenskar landsliðstreyjur að fundi loknum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti fund með þeim Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, og Aureliu Frick, utanríkisráðherra Liechtenstein í Ósló í gærmorgun. Ákveðið var á fundinum að ríkin þrjú myndu hefja sameiginlega kortlagningu á hagsmunum sínum vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

„Við höfum lagt á það áherslu að EFTA-ríkin þrjú sem eiga aðild að EES móti sér sjálfstæða stefnu gagnvart Bretlandi og ESB þar sem hagsmunir ríkjanna þriggja væru í fyrirúmi. Niðurstaða fundarins í dag er stór áfangi í þeirri vinnu,“ sagði Guðlaugur Þór að fundinum loknum.

Síðdegis opnaði utanríkisráðherra íslenskan markað, fullveldishátíð og fótboltaveislu í miðborg Oslóar sem standa mun alla helgina. Dagskráin, sem ber yfirskriftina ,, Með allt á hreinu á SALT – Íslenskir sumardagar“ er skipulögð af sendiráði Íslands í Osló í samstarfi við Íslandsstofu og Íslendingafélagið í Osló. Hún fer fram á útisvæðinu SALT sem er á hafnarbakkanum gegnt Óperuhúsinu og verður þar efnt til íslensks markaðar sem standa mun alla helgina.

Yfirskrift dagskrárinnar er sótt í kvikmyndina ,,Með allt á hreinu“sem verður sýnd á risaskjá á svæðinu tvisvar í dag. Fyrir sýningarnar heldur Stuðmaðurinn Valgeir Guðjónsson stutta tónleika og segir frá gerð myndarinnar.

Íslenskum sumardögum lýkur á sunnudeginum þegar efnt verður til hátíðarhalda í tilefni þjóðhátíðardagsins. Hátíðin er skipulögð af Íslendingafélaginu í Osló og hefst með barnaskrúðgöngu frá Ráðhústorginu á SALT þar sem meðal annars verður flutt ávarp fjallkonunnar og sendiherra Íslands í Osló, Hermann Ingólfsson, ávarpar samkomuna. Að lokinni dagskrá tekur við margskonar skemmtun fyrir börn og fullorðna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum