fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Þekktur videobloggari segir Bandaríkjamenn geta lært helling af byssueign Íslendinga

Óðinn Svan Óðinsson
Laugardaginn 16. júní 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Videobloggarinn NuseirYassin eða Nas Daily eins og hann kallar sig er í heimsókn á Íslandi um þessar mundir. Í gær sendi hann frá sér áhugavert myndband þar sem hann telur upp nokkrar ástæður fyrir því af hverju Bandaríkjamenn ættu að geta lært af byssueign Íslendinga. Sjáðu myndbandið hér að neðan.

Yassin bendir á þá staðreynd að á Íslandi séu yfir 100 þúsund byssur í umferð án þess að þær valdi teljandi skaða. Hann segir að ástæður þess megi rekja til þess að hér á landi þurfi einstaklingur að gangast undir læknisskoðun, sitja 12 tíma námskeið og standast próf til að fá byssuleyfi.

Þá bendir hann á að meðhöndlun skotvopna hér á landi sé til mikillar fyrirmyndar en samkvæmt lögum þurfa Íslendingar að geyma skotvopn í læstum hirslum. Myndbandið sem er um þrjár og hálf mínúta að lengd hefur vakið töluverða athygli en þegar þessi frétt er skrifuð hafa yfir hálf milljón manna séð það.

Áhugavert!

https://www.facebook.com/nasdaily/videos/1059877524164399/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“