fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Sá á eftir bílnum sínum í bruna en fær hann ekki bættan frá Sjóvá

Óðinn Svan Óðinsson
Föstudaginn 15. júní 2018 11:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær tryggingafélagið Sjóvá – Almennar af kröfu konu sem sem þurfti að sjá á eftir bíl sínum í eldsvoða. Atvikið átti sér stað fyrir tveimur árum og æxlaðist þannig að eldurinn kom upp í öðrum bíl sem staðsettur var við hliðina á bíl konunnar.

Eigandi bílsins, sem eldurinn kom upp í, var tryggður hjá Sjóvá-Almennum sem taldi sig ekki þurfa að bæta tjónið sökum þess að bílinn var ekki í notkun þegar atvikið átti sér stað.

Fyrir dómi benti konan á að eldurinn hefði kviknað vegna bilunar í rafbúnaði hins bílsins sem ætti því að tengjast notkun hans. Á móti benti tryggingafélagið á að bíllinn hefði staðið ónotaður í tæpan sólarhring áður en atvikið varð. Í rannsókn lögreglu um málið kemur fram að eldurinn hafi líklega kviknað vegna bilunar í rafbúnaði bílsins.

Í niðurstöðu dómsins kemur fram að Dómarinn kemst því að þeirri niðurstöðu að ekki hafi tekist að sýna fram á hvernig notkun á hinum bílnum hafi orðið til þess að eldur barst í bíl konunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Rússar sækja fram á meðan Úkraínumenn bíða eftir vopnum

Rússar sækja fram á meðan Úkraínumenn bíða eftir vopnum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Í gær

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna