fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Dularfull dauðsföll á vinsælum ferðamannastað – Þrjú lík fundust á einum degi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. júní 2018 06:40

Beachy Head. Mynd:Wikimedia Commons/Ian Stannard

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn fundust þrjú mannslík fyrir neðan hina heimsfrægu bresku kalksteinskletta Beachy Head í East Sussex. Fyrst fannst lík 58 ára karlmanns frá Lundúnum. Þegar björgunarmenn voru að fjarlægja lík hans fundu þeir lík af konu og var strax ljóst að það hafði legið þarna lengi. 40 mínútum síðar fundu björgunarmenn síðan þriðja líkið.

Breskir fjölmiðlar skýra frá þessu, þar á meðal The Telegraph. Breskir fjölmiðlar sögðu í fyrstu að lögreglan væri að leita að fjórða líkinu fyrir neðan klettana. Lögreglan vísaði þessum fregnum síðar á bug.

Lögreglan hefur ekki enn viljað tjá sig um hvort fólkið hafi hrapað af slysförum eða framið sjálfsvíg með því að stökkva fram af klettunum. Á þessu stigi bendir ekkert til að fólkinu hafi verið hrint fram af klettabrúninni eða að tengsl séu á milli þeirra en lögreglan vinnur að rannsókn málanna.

Um 350.000 ferðamenn heimsækja þessa fallegu kalksteinskletta árlega. Íbúar á svæðinu hafa á undanförnum árum reynt að vekja athygli yfirvalda á hættunni sem getur leynst á svæðinu en stór stykki hafa brotnað úr klettunum.

Beachy Head er 152 metrar á hæð og eru hæstu kalksteinsklettarnir á Bretlandseyjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið