fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025

Guðni Th.: Sigrar hjörtu fólks á fótboltamóti og sefur á vindsæng

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 9. júní 2018 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti okkar, Guðni Th. Jóhannesson, er fyrir löngu búinn að sýna það og sanna að þrátt fyrir að hann gegni æðsta embætti þjóðarinnar, þá lætur hann það ekki stíga sér til höfuðs og er líka bara venjulegur maður með venjulegar skyldur.

Líkt og þær að mæta með syni sínum á fótboltamót, en Guðni er nú staddur á Norðurálsmótinu með syni sínum og félögum hans í Ungmennafélagi Álftaness.

„Guðni er búinn að sigra hjörtu okkar Grindvíkinga hér à Norðurálsmótinu á Akranesi með einstaklega ljúfri nærveru,“ segir Sólný Pálsdóttir sem er með syni sína, Hilmi, sex ára, og Fjölni, sjö ára, á mótinu.

„Báðir mínir eru að spila með Grindavík, í sitt hvoru liðinu með sínum jafnöldrum. Hilmir er örugglega sá fyrsti til að spila á þessu móti sem er með Downs, án þess að ég viti það 100%. Hann er búinn að vekja mikla athygli því hann gefur ekkert eftir þessi drengur,“ segir Sólný stolt af syni sínum.

Athygli vakti fyrir viku síðan þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta átti landsleik gegn Noregi að fötluð börn úr Klettaskóla löbbuðu með leikmönnum inn á völlinn. Á meðal þeirra var Hilmir sem leiddi Jón Daða Böðvarsson inn á völlinn.

Á Norðurálsmótinu er Guðni að fylgja syni sínum sem æfir með Ungmennafélagi Álftaness „Þú ættir bara að sjá hvað hann er frábær með liðið, hann er held ég liðsstjóri, allavega er hann allt í öllu. Hann er í næstu stofu við okkur í Grindavíkurliðinu, gefur sér tíma til að spjalla við alla og þeir sem biðja fá mynd af sér með honum,“ segir Sólný.

„Það var fallegt að fylgjast með honum lesa kvöldsögu fyrir hópinn sinn í gærkvöldi, mín barasta táraðist við það. Hvar annarsstaðar í heiminum sefur forseti á vindsæng í skólastofu með syni sínum og fótboltafélögum! Áfram Ísland.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Heiðraði minningu Jota í fyrsta tapleik tímabilsins

Heiðraði minningu Jota í fyrsta tapleik tímabilsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Sukkið vestur á Melum

Björn Jón skrifar: Sukkið vestur á Melum
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Þess vegna verður þú að hætta að vaska upp í höndum

Þess vegna verður þú að hætta að vaska upp í höndum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning