fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Kjörsókn eykst lítillega – Bannað að taka mynd af kjörseðlinum

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 26. maí 2018 12:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjörsókn eykst lítillega á milli ára í Reykjavík, kl. 12:00 í dag voru 8,57% þeirra sem eru á kjörskrá búnir að kjósa. Á sama tíma í kosningunum 2014 voru 7,88% búnir að kjósa. Kjörsóknin er þó minni en í kosningunum 2010 þegar yfir 10% voru búin að kjósa. Hægt er að fylgjast með kjörsókninni á vef Reykjavíkurborgar, tölurnar eru uppfærðar á klukkutíma fresti. Svo virðist sem kjósendur láti veðrið ekki láta á sig fá en leiðindaveður er víða á landinu í dag, samkvæmt Veðurstofu Íslands verður þó stytt upp skömmu fyrir lokun kjörstaða kl. 22.

Margir ráku upp stór augu við að sjá kjörseðilinn sem er heill metri að lengd að þessu sinni. 16 framboð bjóða fram í Reykjavík sem er metfjöldi. Dæmi eru um að nokkrir hafi kvartað undan því að framboð sem eru aftarlega í stafrófinu séu ekki jafn áberandi og þau sem eru framar, þurfa kjósendur að fletta kjörseðlinum. Ljósmyndari DV fékk ekki að taka mynd af kjörseðlinum sjálfum, bannað er að mynda seðilinn þar sem slíkt brýtur í bága við kosningalög.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum