fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Sveik milljónir út úr tryggingakerfinu og stakk af í frí til Íslands

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. maí 2018 20:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joan Cicchiello, 67 ára hjúkrunarfræðingur frá Pennsylvaníuríki, var á dögunum dæmd til sex ára fangelsisvistar fyrir stórfelld fjársvik. Hún var sakfelld fyrir að hafa svikið tugi milljóna út úr Medicare, sjúkratryggingakerfinu í Bandaríkjunum en gróðann nýtti hún meðal annars í ferðalög um heiminn.

Joan rak sína eigin stofu sem veitti meðferðir og ráðgjöf á sviði geðheilbrigðisþjónustu og var fyrirtæki hennar, Twilight Beginnings, með fasta samninga við fjölmörg hjúkrunarheimili vítt og breitt um fylkið auk þess sem það þjónustaði einstaklinga á heimilum þeirra.

Brot hennar fólust í því að hún réð til sín starfsfólk sem hafði annaðhvort ófullnægjandi eða þá engin leyfi sem heilbrigðisstarfsmenn og útbjó fyrir þau fölsuð vottorð. Meðal starfsmanna voru kírópraktor á eftirlaunum og dæmdur glæpamaður sem áður starfaði sem félagsráðgjafi en var sviptur leyfinu vegna fíkniefnabrota.

Þrátt fyrir að starfsfólkið hefði enga þjálfun né réttindi til að starfa á geðsviði þá sendi Joan þau vítt og breytt um fylkið þar sem þau sinntu eldra fólki sem „ráðgjafar“ á hjúkrunarheimilum, og einnig lét hún starfsfólkið sinna yngra fólki sem leitaði á stofuna. Því næst sendi hún beiðni um endurgreiðslu vegna „þjónustunnar“ til Medicare.

Jafnframt taldi hún Medicare stofnunni trú um að hún sjálf væri að veita skjólstæðingum sínum þjónustu á meðan raunin var sú að hún var í fríi út um allan heim, meðal annars í Las Vegas, Rússlandi, Bretlandi og síðast en ekki síst á Íslandi. Á meðan fékk hún starfsfólk sitt til þess að falsa skýrslur sjúklinga svo það liti út fyrir að hún hefði veitt þeim þjónustu.

Fyrir dómi voru brot Joan sögð vera viðurstyggileg, enda beindust þau að öldrum og fötluðum einstaklingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst