fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Svandís ávarpaði þing Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninnar

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 23. maí 2018 16:00

Heilbrigðisráðherra ávarpar 71. þing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði frá aðgerðum íslenskra stjórnvalda til að bregðast við hvatningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um að bæta aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu og draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga, þegar hún ávarpaði 71. þing WHO sem nú stendur yfir í Genf.

Í upphafi ræðu sinnar minntist ráðherra þess að 70 ár eru liðin frá stofnun WHO sem byggir meðal annars á þeirri sannfæringu að heilbrigði séu mannréttindi en ekki forréttindi. Hún minntist þess sömuleiðis að 40 ár eru liðin frá því að Alma-Ata yfirlýsingin var gefin út en í henni felst viðurkenning á því að heilbrigði öllum til handa er hagur allra þjóða og því grundvallarforsenda velferðar að stuðla að bættu heilbrigði og heilsuvernd.

Fyrr á þessu ári beindi framkvæmdastjóri WHO því til aðildarríkjanna að ráðast í markvissar aðgerðir til þess að bæta aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu og draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga. Svandís ræddi um aðgerðir íslenskra stjórnvalda í þessu skyni og lagði áherslu á að sterkt opinbert heilbrigðiskerfi sé einn af hornsteinum velferðarkerfisins. Hún sagði frá þeirri stefnu að styrkja heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað sjúklinga í heilbrigðiskerfinu, meðal annars með aðkomu fleiri fagstétta að þjónustunni, einnig að unnið sé að því að styrkja sjúkrahúsþjónustuna og síðast en ekki síst lagði hún áherslu á þá vinnu sem stendur yfir við mótun heilbrigðisstefnu þar sem meðal annars verður skilgreint betur hvert eigi að vera hlutverk ólíkra veitenda heilbrigðisþjónustu og hvernig þessir hlutar kerfisins eigi að vinna saman.

„Sterkt samfélag grundvallast á heilbrigði og almennri velferð borgaranna“ sagði ráðherra meðal annars í ræðu sinni. Forsenda þess sé opinbert heilbrigðiskerfi fyrir alla, að lýðheilsusjónarmið hafi vægi í allri stefnumótun og aðgerðum stjórnvalda og að engir séu undanskildir þessum efnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður