fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fókus

2-0 fyrir Portúgal í bíó

Arabian Nights Volume 2: The Desolate One eftir Miguel Gomes

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 21. júlí 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þar sem Portúgalir eru nýkrýndir Evrópumeistarar eftir afar ljóðrænan úrslitaleik (og voru um tíma þjóðaróvinir Íslands þangað til Englendingar tóku aftur við keflinu) er um að gera að kynna sér menningu þeirra betur. Svo vel vill til að Bíó Paradís er einmitt að sýna þríleik Miguel Gomes, þar sem portúgalskt þjóðfélag er krufið til mergjar. Og eftir að hafa séð tvær fyrstu myndirnar er maður eiginlega feginn að þeir unnu EM. Þeir þurfa á því að halda.

Meðan kreppan á Íslandi hvarf eins og fiðrildi af auga Ronaldo þegar makríllinn og túristarnir komu á sama tíma, þá er hún enn djúp þarna fyrir sunnan. Þetta er þema mynda Gómesar, en í stað þess að henda sér í sósíalrealismann eins og Skandínavar myndu gera, þá leitar hann fanga í hinum klassísku ævintýrum Þúsund og einnar nætur. Er þetta því samansafn smásagna, misfjarstæðukenndar, sem allar tengjast efnahagsástandinu með einum eða öðrum hætti og sveiflast á milli kreppuraunsæis og súrrealisma í anda Jodorowski.

Eins og í fyrstu myndinni er það miðsagan sem er draumkenndust og um leið áhugaverðust. Hún hefst á símtali dóttur við móður sem tilkynnir um meydómsmissi og er móðirin hin ánægðasta með fréttirnar. Brátt kemur í ljós að hún er dómari í glæpamáli sem verður stöðugt fáránlegra eftir því sem fleiri sakamenn gefa sig fram.

Sögurnar eru misbitastæðar, en standa sjálfstæðar svo ekki er nauðsynlegt að hafa séð fyrri myndina til að fylgjast með. Og maður bíður spenntur eftir þeirri síðustu, en vonandi fer að leysast úr þessu hjá þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nær óþekkjanleg á gömlum myndum – Mikið breyst eftir að hún kynntist Kanye

Nær óþekkjanleg á gömlum myndum – Mikið breyst eftir að hún kynntist Kanye
Fókus
Fyrir 6 dögum

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“