fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Tveir bílar skemmdust eftir að trampólín fauk á þá

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. maí 2018 10:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt þeirra mörgu trampolína sem fuku af stað í hvassviðrinu á Suðurnesjum um helgina lenti á tveimur bílum og skemmdi þá talsvert. Lögreglan á Suðurnesjum hafði á tímabili í nógu að snúast við að hefta för þessara fljúgandi muna og koma þeim tryggilega fyrir svo ekki hlytust frekari óhöpp af þeirra völdum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Þar segir einnig af ökumanni á vespu sem lögreglan á Suðurnesjum handtók í fyrrinótt. Sá reyndist hafa ýmislegt á samviskunni. Hann var grunaður um ölvunar- og fíkniefnaakstur og þá var hann með kannabisefni í fórum sínum.

Þá voru fáeinir ökumenn til viðbótar teknir úr umferð um helgina vegna gruns um ölvunar- eða fíkniefnaakstur.

Loks var ökumaður kærður fyrir að aka um og nota ekki öryggisbúnað fyrir 18 mánaða barn sem sat í fangi farþega í bifreiðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Í gær

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“
Fréttir
Í gær

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“