fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Foreldrar í mál eftir dauða dóttur sinnar

Katie Dix tók inn það sem hún taldi vera hreint mollý

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 29. júlí 2016 14:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar rúmlega tvítugrar stúlku sem lést eftir að hafa neytt eiturlyfja hafa höfðað mál í kjölfar dauða stúlkunnar. Katie Dix var aðeins tuttugu og eins árs þegar hún lést á síðasta ári í kjölfar þess að hafa tekið inn e-töflu. Stúlkan var á tónlistarhátíð í Los Angeles þegar atvikið varð.

Hún hné niður eftir að hafa tekið inn töflu sem hún taldi vera mollý, eða e-tafla. Samkvæmt stefnunni sem foreldrar hennar hafa höfðað gegn forsvarsmönnum tónlistarhátíðarinnar, Los Angeles-sýslu og borgaryfirvöldum í Paloma, leið hálftími þar til bráðaliðar komu henni til aðstoðar. Þegar á sjúkrahús var komið hafði hún fengið hjartaáfall og var hún úrskurðuð látin skömmu síðar.

Samkvæmt stefnunni voru 60 þúsund manns á hátíðinni, sem ber yfirskriftina Hard Summer Music Festival, og var öryggisgæslu verulega ábótavant. Að mati foreldra hennar hefði verið hægt að bjarga lífi hennar ef starfsfólk hátíðarinnar og sjúkraflutningamenn hefðu komið fyrr á staðinn. Þá kemur fram í stefnunni að þeir sem komu stúlkunni til aðstoðar hafi ekki haft nægjanlega þekkingu á hvernig ætti að meðhöndla hana.

Rannsókn leiddi í ljós að taflan sem Katie tók inn innihélt allskonar kokteil af hættulegum efnum sem leiddu til dauða hennar. Önnur ung stúlka lést á þessari sömu hátíð, en alls voru 49 ungmenni flutt á sjúkrahús eftir að hafa neytt fíkniefna á hátíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans