fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Sérstakt þorp í Mývatnssveit: Helmingur íbúa samkynhneigðir

Auður Ösp
Föstudaginn 29. júlí 2016 17:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við Arnarvatn í suðurhluta Mývatnssveitar stendur lítil húsabyggð sem segja má að sé nokkuð sérstök. „Ég uppgvötvaði þetta bara núna um daginn, að helmingur íbúanna yfir sumartímann eru samkynhneigðir. Ég hafði ekki pælt mikið í þessu og það kemur mér ekki á óvart ef fólkinu hérna í sveitinni finnst þetta skondið,“ segir Ásta Kristín Benediktsdóttir einn íbúanna í samtali við vefinn Gay Iceland

Fjögur hús eru í litla þorpinu við Arnarvatn og er búið í þremur þeirra yfir vetrartímann. Að sögn Ástu var um hreina tilviljun að ræða. „Kolbi frændi minn og ég erum fædd hér og uppalin,“ segir hún og bætir við að Kolbi hafi flust til Reykjavíkur og svo erlendis þegar hann komst á fullorðnis ár en síðan flust aftur á heimaslóðirnar árið 2001. Adolfo vinur hans fluttist síðan á svæðið en báðir eru þeir samkynhneigðir.

Ljósmynd/Ásta Kristín Benediktsdóttir.
Ljósmynd/Ásta Kristín Benediktsdóttir.

Þá hefur stjúpsonur frænku Ástu, Elías búið á svæðinu með hléum seinasta eina og hálfa árið og þá býr vinkona Ástu, Eva þar yfir sumartímann. Þá hækkar hlutfall samkynhneigra á svæðinu einnig í þau skipti sem unnusta Ástu kemur í heimsókn frá Reykjavík.

Ásta kveðst í raun ekki vita hvað öðrum íbúum í Mývatnssveit finnst um þetta skemmtilega samfélag. „Ég hef ekki hugmynd. Satt að segja hefur aldrei neinn minnst á þetta, allvega ekki við mig.“

Hér má sjá grein Gay Iceland í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“