fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Aldrei minni áhugi á kosningum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 16. maí 2018 10:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeim sem þekkja til kosninga og hafa fylgst með þeim um langt árabil, ber saman um að líklega hafi aldrei farið fram kosningar sem jafn lítil stemming er fyrir og bæjar-  og sveitarstjórnakosningarnar nú.

Það er ekki nema í Árneshreppi á Ströndum sem er eitthvað fútt.

En alls staðar heyrir maður kvartað yfir áhugaleysi, í Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri og auðvitað í Reykjavík. Stóra spurningin er hversu kjörsóknin fer lágt. Það kæmi alls ekki á óvart þótt hún yrði undir 60 prósent í Reykjavík, síðast var hún 62 prósent.

Og svo er spurning hvaða áhrif lítil kjörsókn hefur á gengi flokkanna – það er vitað að ungt fólk skilar sér síður á kjörstað en þeir sem eldri eru. Það er erfitt að breyta því. Reyndar hefur skorist í odda milli meirihlutaflokkanna í borgarstjórninni í Reykjavík og Sjálfstæðisflokksins vegna smáskilaboða þar sem ungt fólk er hvatt til að mæta á kjörstað.

En hvernig á að fara að þessu?

Það virðist vera mjög erfitt fyrir flokka og framboð að ná til kjósenda. Sjálfstæðisflokkurinn dúkkar upp með byggð í Örfirisey, Samfylkingin með Miklubraut í stokk, flugvallarmálið vekur engan áhuga eins og Össur Skarphéðinsson bendir á í Facebookfærslu – en svo eru aðrir að reyna að hita upp moskumálið frá því síðast þótt það sé orðið langstaðið og fúlt engin moska sé í sjónmáli.

Einna áhugaverðast í kosningunum verður að sjá hvernig tveimur nýjum flokkum reiðir af, Miðflokknum og Viðreisn. Í áðurnefndri færslu skrifar Össur:

Landlægur klofningarvírus birtist í því að þrjú framboð eru nú leidd af fólki sem fyrir örskömmu voru félagar í Framsókn. Hámark niðurlægingarinnar er þó líklega að Vigdís Hauksdóttir, sem rauk með hurðaskellum úr Framsókn á jakkalafi Sigmundar Davíðs, verður líklega einn af sigurvegurum kosninganna. Hún hirðir atkvæði í hrönnum af Sjálfstæðisflokknum og er að troða hann niður í sögulegt lágmarksfylgi. Ekki græt ég það. Þar hitti andskotinn loksins ömmu sína.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum