fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Harmleikur í Svíþjóð: Grunaður um að hafa myrt foreldra sína

Hafði ráðist á móður sína sem hafði fengið nálgunarbann á son sinn

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. júlí 2016 09:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjátíu og fimm ára karlmaður hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa orðið foreldrum sínum að bana í Sollentuna norður af Stokkhólmi í gærkvöldi. Foreldrar mannsins voru stungnir til bana.

Tilkynnt var um málið á sjöunda tímanum að sænskum tíma í gærkvöldi og þegar lögregla kom á staðinn fannst maður liggjandi í blóði sínu fyrir utan heimili sitt. Inni í húsinu var eiginkona mannsins og var hún með lífsmarki þegar lögregla kom á staðinn. Hún lést á sjúkrahúsi skömmu síðar.

Í frétt sænska blaðsins Expressen kemur fram að móðir mannsins hafi fengið nálgunarbann á son sinn. Nálgunarbannið virðist hafa dugað skammt því áður en að atvikinu í gærkvöldi kom hafði maðurinn brotið gegn því í fimm skipti síðustu mánuði. Foreldrar mannsins voru 75 ára.

Maðurinn var handtekinn í skóglendi, skammt frá heimili foreldra sinna. Hann er nú í haldi lögreglu, grunaður um verknaðinn. Maðurinn á langan afbrotaferil að baki og hafði meðal annars hlotið dóm fyrir að ráðast á móður sína. Í kjölfarið fékk móðirin nálgunarbann á hann en sem fyrr segir hafði hann brotið gegn því í fimm skipti.

Hann er grunaður um að hafa brotist inn á heimili foreldra sinna með því að brjóta rúðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“