Ásdís Karlsdóttir, er einn elsti frambjóðandinn í sveitarstjórnarkosningunum nú í ár en hún fagnar 83 ára afmæli sínu í byrjun júní næstkomandi. Ásdísi er ýmislegt til lista lagt eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.
„Ásdís Karlsdóttir, 19. sæti, er bæði elsti frambjóðandi listans sem og sá allra hressasti. Ásdís, sem er á leiðinni í sólina til að sækja sér smá lit fyrir kosningarnar, tók nokkur spor þar sem hún beið á flugvellinum,“
segir í færslu á facebooksíðu Samfylkingarinnar sem vakið hefur mikla lukku.
Á heimasíðu Samfylkingarinnar kemur meðal annars fram að Ásdís sé fædd árið 1935 en hún er húsmóðir og íþróttakennari og sex barna móðir. Þá kemur jafnframt fram að æskudraumur hennar var að verða danskennari.
Ásdís segist brenna fyrir bættum kjörum þeirra sem minna mega sín og eru í láglaunastörfum, að öll börn megi lifa hamingjusöm og eldri borgarar geti valið um búsetu.
Þá uppljóstrar hún því jafnframt að hún noti barnavagn í stórinnkaupum, upp á gámasvæði og til að fara með drasl í endurvinnslu.
Ásdís Karlsdóttir, 19. sæti, er bæði elsti frambjóðandi listans sem og sá allra hressasti. Ásdís, sem er á leiðinni í sólina til að sækja sér smá lit fyrir kosningarnar, tók nokkur spor þar sem hún beið á flugvellinum.
Posted by Samfylkingin Akureyri on 4. maí 2018