fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Sjáðu myndbandið: Ásdís 82 ára steig dansspor í Leifsstöð

Auður Ösp
Mánudaginn 7. maí 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásdís Karlsdóttir, er einn elsti frambjóðandinn í sveitarstjórnarkosningunum nú í ár en hún fagnar 83 ára afmæli sínu í byrjun júní næstkomandi. Ásdísi er ýmislegt til lista lagt eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

„Ásdís Karlsdóttir, 19. sæti, er bæði elsti frambjóðandi listans sem og sá allra hressasti. Ásdís, sem er á leiðinni í sólina til að sækja sér smá lit fyrir kosningarnar, tók nokkur spor þar sem hún beið á flugvellinum,“

segir í færslu á facebooksíðu Samfylkingarinnar sem vakið hefur mikla lukku.

Á heimasíðu Samfylkingarinnar kemur meðal annars fram að Ásdís sé fædd árið 1935 en hún er húsmóðir og íþróttakennari og sex barna móðir. Þá kemur jafnframt fram að æskudraumur hennar var að verða danskennari.

Ásdís segist brenna fyrir bættum kjörum þeirra sem minna mega sín og eru í láglaunastörfum, að öll börn megi lifa hamingjusöm og eldri borgarar geti valið um búsetu.

Þá uppljóstrar hún því jafnframt að hún noti barnavagn í stórinnkaupum, upp á gámasvæði og til að fara með drasl í endurvinnslu.

Ásdís, 19. sæti

Ásdís Karlsdóttir, 19. sæti, er bæði elsti frambjóðandi listans sem og sá allra hressasti. Ásdís, sem er á leiðinni í sólina til að sækja sér smá lit fyrir kosningarnar, tók nokkur spor þar sem hún beið á flugvellinum.

Posted by Samfylkingin Akureyri on 4. maí 2018

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi