fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
FréttirPressan

Segir að Trump hafi greitt lögmanni sínum upphæðina sem Stormy Daniels fékk fyrir að segja ekki frá kynlífi sínu með forsetanum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. maí 2018 04:20

Hefur hann stundað kerfisbundin skattsvik?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rudy Giuiani sagði í gær að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi greitt lögmanni sínum, Michael Cohen, þá 130.000 dollara sem lögmaðurinn greiddi klámstjörnunni Stormy Daniels fyrir þögn hennar. Greiðslan átti að tryggja að Daniels myndi ekki tjá sig um samband sitt við Trump en hún segist hafa stundað kynlíf með honum.

Giuliani var í viðtali á Fox sjónvarpsstöðinni í gær og þar ræddi hann um þetta.

„Þetta voru ekki peningar úr kosningasjóðnum. Nú er ég að segja ykkur staðreynd sem þið vissuð ekki. Þetta voru ekki peningar úr kosningasjóðnum. Ekki brot á reglum um kosningasjóði.“

Sagði Giuliani og bætti við að Daniels hefði fengið greitt í gegnum lögmannsstofu Cohen og að Trump hefði síðan persónulega endurgreitt Cohen upphæðina.

Giuliani gekk nýlega til liðs við lögmannsteymi Trump til að reyna að binda enda á rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og hugsanlegum tengslum Rússa við kosningateymi Trump.

Trump hafði áður neitað að hafa nokkra vitneskju um greiðsluna til Daniels en nú kveður við nýjan tón samkvæmt því sem Giuliani sagði í gær.

Í yfirlýsingu frá Cohen í febrúar sagði hann að hann hefði notað sitt eigið fé til að greiða Daniels 130.000 dollara árið 2016. Hvorki fyrirtæki Trump né kosningateymi Trump hafi komið nærri þessari greiðslu og að hann hafi ekki fengið upphæðina greidda frá kosningateyminu eða fyrirtæki Trump.

CNN segir að Michael Avenatti, lögmaður Daniels, sé „undrandi“ yfir frásögn Giuliani um að Trump hafi vitað af greiðslunni. Ef rétt reynist þá hafi verið logið að bandarísku þjóðinni mánuðum saman. Þessu verði að fylgja eftir og réttlætið verði að ná fram að ganga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað