fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024

Einhleypar íslenskar konur eignast börn með gjafasæði

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 27. apríl 2018 11:40

Sigga Lena

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhleypar konur sem kjósa að eignast barn geta í dag farið í tæknisæðingu, sem aðeins var í boði fyrir pör fyrir nokkrum árum. Í viðtali við DV segja fjórar konur sögu sína; ein sem nýbyrjuð er í ferlinu og þrjár sem eignast hafa börn með gjafasæði. Þær reifa ástæðu þess að þær völdu þessa leið, forvitnina og fordómana sem þær hafa mætt og spjalla um börnin sem þær elska meira en allt.

Sigríður Lena Sigurbjarnardóttir er þrjátíu og tveggja ára gömul og er teymisstjóri í sjálfstæðri búsetu fyrir fatlaða og í hlutastarfi hjá Blush.is. Sigríður Lena, sem er alltaf kölluð Sigga Lena, er líka bloggari hjá síðunni fagurkerar.is þar sem hún hefur meðal annars tjáð sig um ferlið.

Sigga Lena er nýlega búin að velja sér sæðisgjafa og er næsta skref því uppsetning á sæði sem hún vonast til að farið verði í á næstu mánuðum.

„Það er spurning hvort við getum sagt að þetta sé eigingirni, já, ætli það ekki. Mig langar í barn, er búin að langa það mjög lengi. Ég hef enn ekki fundið þann eina rétta, búin að deita nokkra froska á leiðinni og hreinlega nenni ekki að bíða lengur. Þar sem þessi leið er í boði fyrir konur þá ætla ég mér að nýta hana,“ segir Sigga Lena.

Fékk boð um sæði og stefnumót

Sigga Lena hefur einnig verið boðið á stefnumót eftir að hún opnaði sig um ferlið en hún segir að það hafi ekki verið neitt sérstaklega heillandi.

„Það var nú bara í síðustu viku sem einn bauð mér sæðið sitt. Þegar ég var búin að afþakka það ákvað hann í staðinn að bjóða mér á stefnumót á Gamla vínhúsið. Æ, þetta er ekki heillandi, sérstaklega ekki þegar þú ert búinn að vera að bjóða fram aðstoð þína við barneignir.“

Hægt er að lesa viðtalið við Siggu Lenu í helgarblaði DV. Ásamt viðtölum við: Sunnu Rós Baxter sem sætt hefur fordómum eftir að hún tjáði sig opinskátt um reynslu sína, Svövu S. Steinarsdóttur sem heldur sambandi við hálfsystkini sonar síns en hann hefur aldrei kost á að kynnast föður sínum og Heidi Pétursdóttur sem lítur á tæknisæðingu sem forréttindi kvenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Orðið á götunni: Hallarbylting Áslaugar Örnu mistókst – Guðlaugur Þór styrkir stöðu sína

Orðið á götunni: Hallarbylting Áslaugar Örnu mistókst – Guðlaugur Þór styrkir stöðu sína
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Héldu skuldaball til höfuðs Met Gala

Héldu skuldaball til höfuðs Met Gala
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

BeFit Iceland fagnaði fimm ára verslunarafmæli – „Eina sem kemur upp í hugann er endalaust þakklæti“

BeFit Iceland fagnaði fimm ára verslunarafmæli – „Eina sem kemur upp í hugann er endalaust þakklæti“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Tíu bestu í Bestu í upphafi tímabils

Tíu bestu í Bestu í upphafi tímabils
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Áhorfendur bauluðu á Kim Kardashian – „Vó, vó, vó!“

Áhorfendur bauluðu á Kim Kardashian – „Vó, vó, vó!“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn