fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Viðreisn vill gera betur í Mosfellsbæ

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 17:15

Frambjóðendur Viðreisnar í Mosfellsbæ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðreisn býður fram lista í Mosfellsbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum sem skipaður er til jafns körlum og konum. Að listanum standa íbúar sem brenna fyrir því að bæta Mosfellsbæ og gera bæinn að fyrirmyndar bæjarfélagi, segir í tilkynningu.

 Helstu áherslumál Viðreisnar eru gegnsæi í allri stjórnsýslu bæjarins og að velferð allra íbúa sé í fyrsta sæti. Viðreisn ætlar að styrkja skólastarf með því að styðja betur við kennara og tryggja öllum nemendum nútíma tækni og aðbúnað. Gera íþróttaaðstöðu í Mosfellsbæ framúrskarandi og skipuleggja íþróttaaðstöðu til lengri tíma. Viðreisn ætlar að gera Mosfellsbæ að barnvænu samfélagi í anda barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og tryggja að börn líði ekki fyrir fátækt. Viðreisn vill hlúa að eldri borgurum og vinna að því að öryrkjum og fötluðum sé tryggð sú þjónusta sem þeir þarfnast. Viðreisn ætlar að standa vörð um náttúruna og taka skipulagsmál föstum tökum og sýna ábyrga fjármálastjórn.

1 Valdimar Birgisson 56 ára Auglýsingastjóri

2 Lovísa Jónsdóttir 43 ára Lögfræðingur

3 Ölvir Karlsson 29 ára Lögfræðingur

4 Hildur Björg Bæringsdóttir 42 ára Verkefnastjóri

5 Magnús Sverrir Ingibergsson 47 ára Húsasmíðameistari

6 Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir 21 ára Nemi og lögregluþjónn

7 Karl Alex Árnason 24 ára Kjötiðnaðarmaður

8 Elín Anna Gísladóttir 30 ára Verkfræðingur

9 Ari Páll Karlsson 21 ára Sölu- og þjónustufulltrúi

10 Olga Kristrún Ingólfsdóttir 38 ára Verkefnastjóri

11 Pétur Valdimarsson 52 ára Viðskiptafræðingur

12 Erla Björk Gísladóttir 35 ára Mannauðsráðgjafi

13 Vladimir Rjaby 42 ára Bifvélavirki

14 Guðrún Þórarinsdóttir 52 ára Framkvæmdastjóri

15 Jóhann Björnsson 35 ára Framhaldsskólakennari

16 Sara Sigurvinsdóttir 29 ára Sérfr. á mannauðssviði

17 Sigurður Gunnarsson 48 ára Löggiltur fasteignasali

18 Hrafnhildur Jónsdóttir 59 ára Ritari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum