fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
FókusKynning

Erfidrykkjan er í góðum höndum hjá Veislulist

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 28. apríl 2018 11:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veislulist er öflugt fjölskyldufyrirtæki sem sinnir veislum af öllum stærðum og gerðum. Veislulist er í eigu þriggja bræðra en þeir eru Birgir Arnar, Sigurpáll Örn og Ómar Már Birgissynir.

Meðal þess sem Veislulist býður upp á er fjölbreyttur pinnamatur, tapas, smurbrauð, kökuhlaðborð og steikarhlaðborð. Fyrirtækið veitir mjög sérhæfða veitingaþjónustu fyrir þá sem það kjósa en býður einnig upp á staðlaða og vel tilgreinda kosti sem margir nýta sér óbreytta.

Veislulist sér meðal annars um veitingar fyrir erfidrykkjur af öllum stærðum, í heimahúsum eða veislusölum, hvort sem er kaffihlaðborð eða léttar veitingar sem henta í standandi veislur. Á heimasíðu fyrirtækisins, veislulist.is, má finna ítarlegar upplýsingar um úrval veisluborða og verð. Meðal rétta eru marsípantertur, rjómatertur, heimabökuð gulrótarterta, súkkulaðiterta, marengsterta, eplaterta, kaffisnittur, flatkökur, heitir brauðréttir, pönnukökur, brauðtertur og margt fleira.

Einnig er í boði pinnamatur, léttur hádegisverður og matarmiklar súpur. Slíkum réttum geta síðan fylgt tertur í eftirrétti, ávaxtabakkar og margt fleira.

Þeir bræður sýna mikinn sveigjanleika varðandi það ef veislur eru pantaðar með mjög litlum fyrirvara og reyna alltaf að uppfylla óskir fólks. Þeir mæla samt með því að fólk hafi samband með góðum fyrirvara en algengast er að veislur séu pantaðar með nokkurra daga fyrirvara.

„Fólk ætlar oft að sjá um veitingarnar sjálft en brennur síðan inni á tíma vegna anna og áttar sig á því að það mun ekki ráða við þetta tímanlega. Þá hefur það samband við okkur og við reynum alltaf að bjarga málunum,“ segir Sigurpáll. Hann bætir hins vegar við að oft geri fólk hluta af veitingunum sjálft en Veislulist komi með það sem upp á vantar og jafnan gengur sú samvinna með ágætum:

„Þá förum við gjarnan yfir það hvað fólk ætlar að vera með svo við getum leiðbeint því með hvað hentar og hvað hentar ekki, hvað fer vel saman og svo framvegis.“

Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 555-1810, á vefsíðunni veislulist.is og einnig hægt að senda fyrirspurnir á netfangið info@veislulist.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum