fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Dagur ósáttur við Ragnheiði Elínu: „Þetta er með furðulegri staðhæfingum sem ég hef lesið í seinni tíð“

„Það er ekki undarlegt að farið sé að þykkna í sveitarstjórnarfólki“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 25. júlí 2016 12:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: DV

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sakar Ragnheiði Elínu Árnadóttur, ráðherra ferðamála, um algjört aðgerða- og áhugaleysi. Ástæðan er ummæli sem Ragnheiður lét falla í viðtali við Hringbraut þar sem hún sagði að ekki væri þörf á búa til nýja tekjustofna af komu ferðamanna til landsins.

Ragnheiður sagði að tekjur af ferðamönnum væru mjög miklar og kvaðst hún ekki vilja sérstakar tekjuleiðir til viðbótar þeim sem fyrir eru, svo sem virðisaukaskattinum. Sagði hún að 250 milljóna króna tekjur af gistináttagjaldi væru „bara baunir“ og jafnvel þó tekjurnar myndu hækka í milljarð væri það „líka baunir“.

Sagði Ragnheiður að virðisaukaskatturinn væri besta leiðin og hækkun hans úr sjö prósentum í ellefu prósent hafi aukið tekjur ríkissjóðs talsvert. Ragnheiður sagði þó að tryggja þyrfti smærri sveitarfélögum, þeim sem hafa mikla ferðaþjónustu en minni tekjur vegna hennar, meiri fjármuni til að standa undir kostnaði.

Dagur vandar Ragnheiði ekki kveðjurnar á Facebook-síðu sinni og segir hana ekki sýna neinn vilja til að tryggja að sveitarfélögin fái hlutdeild í tekjum af ferðafólki sem hægt væri að nýta til að styrkja innviði.

„Þetta er með furðulegri staðhæfingum sem ég hef lesið í seinni tíð. Ráðherra ferðamála virðist ekki nenna að reka af sér slyðruorðið og tryggja að sveitarfélög fái hlutdeild í tekjum af ferðafólki – því það snúist einungis um milljarð á ári! Já, ráðherrann kallar þann milljarð sem sveitarfélögin hafa verið að kalla eftir til að mæta kostnaði vegna ferðamanna „bara baunir“,“ segir Dagur sem spyr hvort þarna sé komin fram ástæðan fyrir „algjöru aðgerða- og áhugaleysi ráðherra“ við að koma til móts við þá eðlilegu kröfu að gistináttagjald renni til sveitarfélaga.

„Fyrir milljarð á ári mætti engu að síður gera gangskör í uppbyggingu innviða, einsog salerna, umhirðu og viðhaldi, einsog hreinsun og malbiksframkvæmdir, þar sem þörfin er brýn víða um land vegna aukins álags og straums ferðamanna. Það er ekki undarlegt að farið sé að þykkna í sveitarstjórnarfólki. Og ráðherra gerir illt verra og hælist um og segir allar kistur séu fullar af gulli hjá ríkinu. Það er í það minnsta ljóst að Ragnheiður Elín ætlar að klára ráðherratíð sína án þess að gera neitt í þessu. Afrakstur heils kjörtímabils: Innviðina vantar víða, aðgerðarleysið er algert og stuðningur við sveitarfélög í þessum mikilvægu verkefnum enginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Fréttir
Í gær

Lögregla kölluð út vegna varðelds í garði – Reyndist vera tveir einstaklingar með kattareyru að grilla

Lögregla kölluð út vegna varðelds í garði – Reyndist vera tveir einstaklingar með kattareyru að grilla
Fréttir
Í gær

Umdeild reglugerðardrög Willums aftur lögð fram – „Ég segi nei við svona voðaverkum“ 

Umdeild reglugerðardrög Willums aftur lögð fram – „Ég segi nei við svona voðaverkum“ 
Fréttir
Í gær

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skýr skilaboð frá „Hakkavélinni“ – Þetta dugir ekki

Skýr skilaboð frá „Hakkavélinni“ – Þetta dugir ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Munaði hálfum sentimetra að hundur klóraði í auga dóttur Kristínar – „Ég vil ekki að þetta komi fyrir önnur börn“

Munaði hálfum sentimetra að hundur klóraði í auga dóttur Kristínar – „Ég vil ekki að þetta komi fyrir önnur börn“