fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Logi Einarsson gripinn glóðvolgur: „Á mér engar málsbætur“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. apríl 2018 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, komst í hann krappann um helgina á Akureyri. Hann fann hvergi stæði fyrir bifreið sína og brá því á það ráð að leggja ólöglega við fjölfarna götu, þar sem verslun ÁTVR er staðsett. Jón Aðalsteinn Norðfjörð birtir myndir af þessu á Facebooksíðu sinni og segir að aðfarir Loga hafi valdið hættu:

„Hér er formaður Samfylkingarinnar að ná sér í smá vape á Akureyri. Hann er að koma út úr búðinni. Hann lagði bílnum, þessum bláa á myndunum, á móti umferð í nokkrar mínútur á meðan hann stökk inn í búðina. Við þessa sömu götu er ÁTVR og mjög gjarnan mikil umferð á þessum tíma á laugardegi. Myndirnar voru teknar í gær. Það náðist ekki myndband af því þegar hann fór af stað aftur en litlu mátti muna að slys hlytist af. Bílar akandi úr báðum áttum og gangandi vegfarandi á gangbraut. Eins og sést á myndunum er nóg af lausum stæðum hinum megin við götuna, við ráðhús bæjarins. Þessi maður er með tvær milljónir á mánuði fyrir það eitt að vinna að almannahag!“

 

Logi sá færslu Jóns og kunni greinilega að skammast sín, því hann þakkaði fyrir aðhaldið og sagðist eiga sér engar málsbætur:

 

„Sæll Jón Aðalsteinn, takk fyrir að sýna mér aðhald. Það er mikilvægt gagnvart fólki í stjórnmálum.

Ég á mér engar málsbætur, þarna er óheimilt að leggja bifreið.

Ég mun leitast við að læra af þessu.

Bestu kveðjur, Logi.“

 

Myndir náðust af atvikinu sem sjá má hér að neðan:

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben