fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Stjórnandi Deildu sendir fingurinn: „Þegið og hættið að ljúga“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 25. júlí 2016 20:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnandi Deildu hvetur íslenska notendur íslensku skráarskiptasíðunnar til að deila sem mest af íslensku efni. Þá segir hann Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð (FRÍSK) ljúga. En í frétt DV kom fram í dag félagið hefði kært stjórnendur og notendur síðunnar sem hefðu deilt íslensku höfundaréttavörðu efni.

Í frétt Fréttablaðsins sem vakti fyrst athygli á málinu sagði að félögin hefðu notið aðstoðar utanaðkomandi fyrirtækis sem rannsakaði málið. Þá sagði að FRÍSK eitt og sér hafi lagt fram kæru á hendur nokkrum af notendum síðunnar sem hafa hlaðið upp á hana íslenskum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.

Það var um mitt ár 2013 sem Afghanistan sendi frá sér tilkynningu og leyfði íslenskt efni á síðunni. Á þeim tíma sagði hann netþjóna hýsta í Rússlandi og lítið mál væri að færa netþjóna ef reynt yrði að loka síðunni.

Við það tækifæri sagði stjórnandinn:

Vinsælast á Deildu í dag
Vinsælast á Deildu í dag

„Mér er fjandans sama um íslenska ríkið. Þeir geta ekki gert neitt. Lokað á síðuna? Íslensk stjórnvöld geta einungis látið sig dreyma um það. Það er ómögulegt að reyna að finna út hver Afganski gúrúinn er nú þegar ég hef opinberlega tilkynnt að hlaða megi upp íslensku efni. Látum okkur sjá hvern fjárann þeir geta gert. Til fjandans með Smáís! [FRÍSK tók við]“

Stjórnandinn gefur einnig lítið fyrir kæruna, sendir hann FRÍSK síðan fingurinn, segir þeim að þegja og hætta að ljúga. Þá segir hann á öðrum stað á Deildu:

„Kæru not­end­ur. Mig lang­ar að biðja ykk­ur um að deila inn öllu ís­lensku efni sem þið mögu­lega getið. Allt sem þið finnið/​eigið endi­lega setjið það inn á síðuna. Sýnið að við erum öll Pira­tes Yarr!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum