fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025

Meðvirkni er Guðrúnu gríðarlega mikilvægt málefni: „Það er þunn lína á milli stjórnsemi, meðvirkni og hjálpsemi“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 20. apríl 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Ósk þekkir meðvirkni mjög vel þar sem hún hefur bæði verið meðvirkur aðstandandi sem og fíkillinn sjálfur sem allir voru meðvirkir með.

„Meðvirkni er mér gríðarlega mikilvægt málefni en það verður samt að gera greinarmun á hvað er meðvirkni og hvað er bara einfaldlega hjálpsemi,“ segir Guðrún ósk í bloggfærslu sinni á Gullstelpur. 

DV hefur áður fjallað um sögu Guðrúnar en hún gekk í gegnum mjög erfiða tíma þegar hún missti dætur sínar vegna fíknivanda. Guðrún er þó á beinu brautinni í dag og stendur sig vel.

Þunn lína á milli stjórnsemi, meðvirkni og hjálpsemi

„Í dag er orðið meðvirkni notað alveg rosalega mikið og mér þykir það alveg rosalega vont, því það er alls ekkert djók að vera meðvirkur. Þetta tekur þvílíkt á andlegu heilsuna og á fólk sem er meðvirkt á það til að verða þunglynt, kvíðið og festast í meðvirkni.“

 

Guðrún Ósk biðlar til fólks að kynna sér muninn á stjórnsemi, meðvirkni og hjálpsemi.

„Því munurinn er til staðar, það er bara svo þunn lína þarna á milli að fólk gerir sér bara ekki grein fyrir því. Ég gerði það ekki sjálf. Ég er nýlega búin að átta mig á því hvenær ég er að vera meðvirk og hvenær ekki. Það þarf stundum enn þá að benda mér á það og það þykir mér afskaplega gott því í dag get ég tekið því að vera bent á hlutina.“

Meðvirkni ekki alltaf tengd alkóhólisma

Guðrún Ósk segir meðvirkni ekki alltaf beintengda alkóhólisma heldur geti hún verið stór hluti af mörgu öðru.

„En sumt fólk sér það einfaldlega ekki. Meðvirkni eru eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum og er fjölskylduvandamál. Fólk á það til að fara í afneitun og skammast sín fyrir ástandið. Felur jafnvel tilfinningar og líðan og tjáskipti innan fjölskyldunnar fara versnandi. Einstaklingar einangrast, fyllast kvíða, vanmætti og reiði. Það getur jafnvel flúið frá fjölskyldu sinni. Þeir sem þjást af með virkni afneita oft sínum eigin þörfum og tilfinningum, eru með fullkomnunaráráttu, lágt sjálfsmat, sektarkennd, ósjálfstæði og eiga í vanda með nánd en vilja samt þóknast öðrum. Það sem fólk með meðvirkni á sameiginlegt er að þeir eiga erfitt með að upplifa heilbrigða sjálfsvirðingu, setja heilbrigð mörk, viðurkenna og tjá eigin raunveruleika, sinna eigin þörfum á fullorðinsárum, upplifa og tjá veikleika sinn af hófsemi.“

Guðrún segir að ef fólk tengi við einhver af einkennum meðvirkni þá eigi það að leita sér hjálpar.

„Því sjálfsvirðing er það sem allir eiga skilið að hafa. Við skiptum öll máli, ég og þú, allir.“

Guðrún Ósk og Kiana stofnuðu reikning á Snapchat undir notandanafninu: gullstelpur
Þar ræða þær ýmis málefni tengd alkóhólisma og andlegri heilsu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

„Þegar mann langar óstjórnlega mikið í eitthvað, þá getur maður blindast“

„Þegar mann langar óstjórnlega mikið í eitthvað, þá getur maður blindast“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Máni spyr hver stefnan sé í Garðabænum – „Menn vita ekkert á hvaða vegferð þeir eru og hafa ekki vitað í lengri tíma“

Máni spyr hver stefnan sé í Garðabænum – „Menn vita ekkert á hvaða vegferð þeir eru og hafa ekki vitað í lengri tíma“
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Vísindamenn vara við – Getur valdið ótímabærum dauða

Vísindamenn vara við – Getur valdið ótímabærum dauða
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Viðurkennir að hann sé sjálfur að heyra í liðum í Bandaríkjunum

Viðurkennir að hann sé sjálfur að heyra í liðum í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um frammistöðu VÆB í kvöld – „Við hljótum að vinna þetta“

Þetta hafði þjóðin að segja um frammistöðu VÆB í kvöld – „Við hljótum að vinna þetta“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Crystal Palace bikarmeistari eftir sigur á Manchester City

Crystal Palace bikarmeistari eftir sigur á Manchester City
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Eurovisionþraut – Aðeins haukfránir finna dómarann sem gefur núll stig

Eurovisionþraut – Aðeins haukfránir finna dómarann sem gefur núll stig

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.