fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Ótrúlegar fyrirætlanir vísindamanna – Ætla að nota vélbýflugur á Mars

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 22. apríl 2018 07:00

Mars. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Býflugur eiga á brattann að sækja hér á jörðinni og hefur okkur mönnunum tekist vel upp við að fækka þeim, þótt óviljandi sé, með lifnaðarháttum okkar. En býflugurnar okkar eru fyrirmynd vísindamanna frá Japan og Bandaríkjunum sem vinna nú að gerð vélbýflugna sem þeir hyggjast nota á Mars.

Digital Trends skýrir frá þessu. Fram kemur að vélbýflugurnar verði á stærð við býflugu og með vængi eins og engispretta. Þessi undarlegu stærðarhlutföll líkamans og vængjanna myndu ekki virka hér á jörðinni en í þunnu andrúmslofti Mars er staðan allt önnur eða það vona vísindamennirnir.

Markmiðið með að nota vélbýflugur á Mars er að komast yfir stærri svæði til að kanna plánetuna betur.

Það er þó vissara að taka hinum væntanlegu vélbýflugum og fréttum af þeim af yfirvegun þar sem verkefnið er ekki enn komið mjög langt áleiðis en þó eru tilraunir hafnar í sérstöku rými þar sem líkt er eftir andrúmsloftinu á Mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð
Fréttir
Í gær

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að sitja af sér fangelsisdóm í Noregi eftir afbrot á Ásbrú

Þarf að sitja af sér fangelsisdóm í Noregi eftir afbrot á Ásbrú