fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Eyjan

Eau Portugal hann teygaði

Egill Helgason
Sunnudaginn 12. mars 2017 13:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er skemmtileg auglýsing frá Áfengisverslun ríkisins. Ártalið er óvíst, en líklega er þetta um miðja síðustu öld. Þarna er auglýst að Áfengisverslunin framleiði bæði hárvötn og ilmvötn – sem eykur vellíðan, jafnvel hjá ungu fólki. Umsvif Áfengisverslunarinnar hafa semsagt verið mikil á þessum árum.

Þarna er auglýst Kölnarvatn, Kínínvatn, Portúgalsvatn og Bayrhum – en það mun vera ilmvatn byggt á rommi (franska orðið eau þýðir einfaldlega vatn).

Af þessu varð Eau de Portugal nafntogaðast á Íslandi. Það þótti henta til drykkju og gekk þá undir heitinu Portúgali. Þessi vökvi var drukkinn af rónum, þeim sem lentu í Hafnarstræti, eins og það var kallað, eða hreinlega í ræsinu. Það var blandað í óáfenga drykki, en ég er ekki nógu vel að mér til að vita hvað hentaði best í því efni.

Í ungdæmi mínu man ég eftir rónum sem voru með Portúgala, en aldrei bragðaði ég þennan drykk sjálfur. Missti líklega ekki af miklu.

Portúgalinn kemur fyrir í Minning um mann, frægu lagi Gylfa Ægissonar, en það fjallar um Gölla Valdason, þekktan drykkjumann í Vestmannaeyjum. Þar eru þetta.

Þá Portúgal hann teygaði, það gerði ekkert til,
það tókst með honum yl í sig að fá.

Ég hef reyndar aldrei verið alveg viss með þessar línur. Er sungið „þá Portúgal hann teygaði“ eða „Eau Portúgal hann teygaði“?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk