fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Eyjan

Eigum við þá að sleppa því að fjárfesta í innviðunum?

Egill Helgason
Föstudaginn 10. mars 2017 20:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú heyrast raddir sem segja að það þurfi að draga saman í ríkisútgjöldum til að mæta örum hagvexti og þenslu. Þetta er til dæmis haft eftir tveimur hagfræðingum í frétt sem birtist í Fréttablaðinu.  Stjórnvöld mega ekki auka á þensluna með fjárfestingum.

Hagvöxturinn er tilkominn nánast eingöngu vegna brjálæðislegrar fjölgunar ferðamanna á Íslandi.

En sætta menn sig þá við að innviðum samfélagsins hraki enn frekar. Hvenær verður hægt að byggja upp? Við erum með vegakerfi sem ræður mjög illa við aukna umferð – sem er meðal annars vegna ferðamennskunnar. En það er ekki eins og endurbætur á vegunum séu að gerast sérlega hratt, hér er frétt Rúv frá því í dag þar sem segir að einbreiðum brúm verði fækkað um tvær á þessu ári. Í nýlegri frétt á Rúv sagði að fjárfestingaþörf í vegakerfinu sé meiri en 23 milljarðar.

Við erum með heilbrigðiskerfi sem er í slæmu ástandi, það á við á öllum stigum þess, frá heilsugæslu til skurðstofa. Alls staðar er þörf að laga eftir langan tíma vanrækslu – og krepputíð þar sem var niðurskurður.  Það þarf fleiri fleiri og betri hjúkrunarrými fyrir aldraða – þar eykst þörfin hratt eftir því sem þjóðin eldist. Það þarf að bæta menntakerfið og efla löggæslu, svo nokkuð sé nefnt. Og ef við ætlum að halda áfram að taka við ferðamönnum, þá er flugvöllurinn í Keflavík kolsprunginn. Manni óar við því hvernig ástandið verður þar næsta sumar.

Ef ekki er hægt að framkvæma í hallæri, eins og við upplifiðum eftir 2008, og ekki heldur í gróðæri, eins og er nú, eigum við þá bara að sætta okkur við að innviðirnir drabbist niður? Annar möguleiki væri þá að láta uppbygginguna í hendur einkaaðila – til dæmis í heilbrigðis- og vegamálum. Við verðum vör við nokkuð eindregna tilhneigingu í þá átt.

 

Rúv birti þetta línurit sem sýnir hagvöxt á Íslandi síðan 1980.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk