fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Vændræði evrópusinnuðu miðjuflokkanna

Egill Helgason
Fimmtudaginn 18. febrúar 2016 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin evrópusinnaða miðja í íslenskum stjórnmálum er í rúst. Samfylkingin er með innan við tíu prósenta fylgi og fer sennilega lækkandi. Formaður flokksins er búinn að gefa upp boltann með innanflokksdeilur, varaformaðurinn er að hætta, vinsælasti þingmaðurinn íhugar forsetaframboð.

Björt framtíð er komin svo lágt í fylginu að varla er hægt að blása aftur lífi í flokkinn – það breytir engu þótt nánast óumdeildur indælismaður hafi verið gerður að formanni.

Viðreisn, sem átti að taka evrópufylgið frá Sjálfstæðisflokknum, á varla mikla möguleika meðan er margháttuð krísa innan ESB og almennt áhugaleysi á aðild við núverandi aðstæður.

Eina haldreipi evrópusinna þessa dagana eru fyrirheit Pírata um að efna til atkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna ef þeir komast í ríkisstjórn. Það er samt ekki víst hvort það loforð endist fram í kosningar.

Þorsteinn Pálsson skrifar grein á Hringbraut þar sem hann greinir stöðu Samfylkingarinnar. Þorsteinn telur að stærstu mistök flokksins séu að vinna ekki yfir miðjuna – þá væntanlega í átt að evrópusinnunum í Viðreisn og frjálslyndari armi Sjálfstæðisflokksins.

Þetta virkar eins og fremur hæpin greining. Fylgi Pírata er ákall um róttækar breytingar í stjórnmálum. Ójöfnuður og græðgi forréttindastétta er eitt aðalmálið í stjórnmálunum – almenningi misbýður og allt í einu finna stjórnmálamenn eins og Jeremy Corbyn og Bernie Sanders hljómgrunn og það innan flokka sem hafa haldið sig rækilega við miðjuna.

Núverandi formaður Samfylkingarinnar er fyrrverandi blairisti – og það verður að segjast eins og er, hann hefur enn mjög blairískt yfirbragð. Hann verður ekki vændur um að draga flokkinn til vinstri. Óánægjan með Samfylkinguna er ekki síst vegna þess hvað hún fjarlægðist vinstri áherslur í síðustu ríkisstjórn, beygði sig undir höfuðkirkju kapítalismans, Alþjóða gjaldeyrissjóðsinn. Þetta viðurkenndi formaður flokksins í bréfi nýskeð þegar hann sagði að flokkurinn hefði gert mistök í endurreisn banka, varðandi Icesave og skuldamál heimila.

Það verður tæplega séð að mikil eftirspurn sé eftir Samfylkingu sem rær til hægri og er hentugur samstarfsflokkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn. En Sjálfstæðisflokkinn vantar sumpart samstarfsflokk til mótvægis við Framsókn og ef hann gefst upp á samstarfinu við Sigmund Davíð og félaga. Björt framtíð virtist um tíma geta orðið hentugur partner fyrir Sjálfstæðisflokkinn, eins og hún er í bæjarstjórn í Hafnarfirði og Kópavogi. Björt framtíð var alveg til í þetta.  En sá draumur er úti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum