fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Væri hægt að opna Lækinn aftur?

Egill Helgason
Sunnudaginn 14. febrúar 2016 15:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er falleg ljósmynd sem sýnir gamla lækinn sem Lækjargata fær nafn sitt af. Hann var einfaldlega kallaður Lækurinn, rann frá Tjörninni og út í sjó. Læknum var lokað 1913 og þá hurfu líka brýrnar yfir hann, Skólabrúin fyrir neðan Menntaskólann og Bakarabrúin fyrir neðan Bankastræti, sem áður nefndist Bakarabrekka.

 

12747283_10207422680623777_8658952431159735484_o-1

 

Lækurinn var að mörgu leyti til vandræða. Hann átti það til að flæða yfir bakka sína. Fólk datt líka stundum ofan í hann, ekki síst ölvaðir menn. Svo var stundum vond lykt af honum, en þess er þó að gæta að á þessum tíma voru enn opin ræsi meðfram götum í Reykjavík svo lyktin í bænum hefur almennt ekki verið góð.

Ég stakk upp á því fyrir mörgum árum að lækurinn yrði opnaður aftur – og þetta var meira að segja rætt í borgarstjórn. Fegrun bæjarins þarf nefnilega ekki einungis að felast í því að byggja stór hús. Reyndar er hægt að finna ágætis fyrirmynd að slíkum framkvæmdum.

Í Árósum í Danmörku rennur á sem lengi var hulin undir götu sem var nefnd Aaboulevarden. Bæjarstjórnin hefur smátt og smátt verið að fletta steypunni ofan af ánni – framkvæmdirnar hafa verið í áföngum en náðu alla leið að höfninni síðasta áfanga, 2013 til 2014. Svæðið meðfram ánni er mjög vinsælt meðal borgarbúa – það er vitað að rennandi vatn hefur aðdráttarafl á fólk.

 

72352_690_0_0_3_4248_2388_2

 

Hvort lækurinn yrði til vandræða aftur ef hann yrði opnaður? Það þyrfti náttúrlega að breyta eitthvað fyrirkomulagi bílaumferðar í gegnum Miðborgina. En það er öruggt að hann myndi draga að sér fólk, bæði innfædda og ferðamenn. Það er líklegt að eitthvað af gömlu steinhleðslunum sem sjást á myndinni efst hafi varðveist. Með verkfræðiþekkingu nútímans ætti varla að vera erfitt að hamla flóðum – og lykt þyrfti ekki að vera verri en af Tjörninni sjálfri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum