fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Viljum við Kanann aftur?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 9. febrúar 2016 22:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjaher kemur aftur með herflugvélar á Keflavíkurflugvöll. Þett kemur vissulega nokkuð á óvart, en það eru auðvitað viðsjár í heimsmálunum. Bandaríkin vilja að Evrópa taki stöðu gegn vígvæðingu í Rússlandi. Íslendingar eru ennþá meðlimir í Nató, í Keflavík hefur verið starfrækt „loftrýmisgæsla“ á vegum bandalagsins með erlendum herþotum – og já, varnarsamningurinn er enn í gildi.

Allt í einu rifjast upp gamlar átakalínur í íslenskri pólitík – gjáin sem var milli hægri og vinstri í marga áratugi. Víglínan sem var dregin í gegnum huga þjóðarinnar. Deilur sem hafa virst svo fjarlægar – og að sumu leyti óraunverulegar í seinni tíð.

En tímarnir eru breyttir. Línurnar eru orðnar óskýrar. Það er ekkert kalt stríð, heldur bara kraumandi átök hér og þar í veröldinni. Bandaríkin er ekki vinsæl lengur, meira að segja innan núverandi stjórnarflokka – sem eitt sinn voru kenndir við hermangið – er mörgum alveg meinilla við þau. Samúð með Rússlandi og Pútín nær frá hægri til vinstri, líklega er hún minnst svona um miðbik stjórnmálanna. Það kæmi á óvart ef sérstök stemming væri fyrir því að fá Kanann aftur.

Hugurinn leitar samt til alls þess sem hægt er að endurnýta. Allra slagorðanna, plakatanna, söngvanna og ljóðanna.

 

12658039_10153459045668041_9090704724896223383_o

Svo eru hér tvær forsíður, frá því í maí 1951. Nokkuð ólíkar, en sýna hörkuna sem var í herstöðvamálinu. Takið eftir að þetta var á mánudegi og þá voru yfirleitt engin dagblöð. En bæði Morgunblaðið og Þjóðviljinn gáfu út aukablöð.

 

Screen Shot 2016-02-09 at 22.43.54
Screen Shot 2016-02-09 at 22.41.18

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum