fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Náðarhögg fyrir áfengisfrumvarpið?

Egill Helgason
Mánudaginn 1. febrúar 2016 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag er líklega náðarhöggið fyrir frumvarp um að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum.

Niðurstöðurnar eru mjög afdráttarlausar. Af þeim sem afstöðu taka eru 62 prósent andvíg, 38 prósent eru fylgjandi. Konur eru andvígari en karlar, það skiptir máli.

Reyndar er það svo að í Fréttablaðskönnunnni er einungis spurt um sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. En frumvarpið sem nú er fyrir Alþingi gengur enn lengra, þar er líka gert ráð fyrir sölu á sterku víni.

Hugsanlegt er að andstaðan væri enn meiri ef spurt væri um það.

Andstaða gegn sölu áfengis í matvörubúðum hefur aukist verulega – meðfram því sem hefur verið mikil umræða um þetta efni. Það segir manni einfaldlega að þeim sem vilja auka frelsi í áfengisverslun hefur mistekist ætlunarverk sitt, þeim hefur ekki tekist að sannfæra þjóðina. Þvert á móti.

Málið er nú fyrir Alþingi. Ólíklegt er að þingmenn verði spenntir að samþykkja frumvarpið við þessar aðstæður. Þingið getur snúið sér að næsta máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar