fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Fallegar bensínstöðvar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 26. janúar 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virkar eins og þversögn að tala um fallega bensínstöð. En svo vill til að á árunum eftir stríð risu nokkrar bensínstöðvar í Reykjavík sem teljast merkilegur arkítektúr. Mest hefur verið rætt og ritað um Nestisstöðvarnar sem Manfreð Vilhjálmsson teiknaði og Shellstöðvarnar sem voru eftir Hannes Kr.Davíðsson. Hér má sjá pistil um þær.

Nú stenst ég ekki mátið að birta þessa ljósmynd sem Páll Þórir Daníelsson setti inn á vefinn Gamlar ljósmyndir. Hann skrifar að myndin hafi verið tekin af nafna hans Páli Daníelssyni.

Þarna má sjá gömlu bensínstöðina og smurstöðina sem stendur við Skógarhlíð, en var á þessum árum við Reykjanesbrautina, aðalbrautina úr bænum og út á Suðurnes sem þá lá neðar í Öskjuhlíðinni en nú er. Stöðin mun hafa opnað 1954. Arkitekt hennar var Þór Sandholt.

Þegar myndin er tekin er bensínstöðin enn nokkuð utan við meginbyggðina í Reykjavík. Í hægra horni myndarinnar glittir í Nýja garð og Háskólann.

Það vekur athygli hversu mikið er lagt í þessa byggingu – og það á líka við um skiltið fyrir utan. Eða með orðum eins þeirra sem tjáði sig á vefnum:

Fallegt. Jafnvel skiltið með skelinni er formfagur skúlptúr.

 

12605518_10153799670618116_4866735153087991696_o

 

Eins og sjá má kallast hún í forminu nokkuð á við bensínstöð Shell við Laugaveg sem opnaði 1949, líkt og kemur fram í þessari Morgunblaðsfrétt. Arkitektinn var áðurnefndur Þór Sandholt. Þessi stöð var við veginn á leiðinni út úr bænum, í grein sem Þröstur Helgason skrifaði í Morgunblaðið fyrir rúmum tíu árum er haft eftir Pétri H. Ármannssyni arkitekt:

Stöðin við Laugaveg var hönnuð inn í skipulagið á fimmta áratugnum sem gerði ráð fyrir að þarna kvíslaðist vegurinn í tvær akbrautir. Stöðin er teiknuð spísslaga til þess að falla inn í það skipulag með sem bestum hætti. Stöðin við Skógarhlíð stóð áður við Reykjanesbraut og var nokkurs konar borgarhlið. Út úr húsinu stendur skýli sem snýr út á veginn og ávarpar hann með vissum hætti. Þeirri fyrrnefndu hefur verið breytt þannig að skyggnin yfir dælunum er voru samföst húsinu hafa verið tekin af. Að mínu mati er það miður enda um ákaflega vel heppnaða hönnun að ræða. Stöðin við Skógarhlíð hefur fengið að standa óbreytt.

 

Screen Shot 2016-01-26 at 20.47.12

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Ingi ráðinn til KSÍ
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar