
Í íþróttafréttum má gjarnan sjá og heyra orðið „lærisveinar“.
Til dæmis „lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu“ eða „lærisveinar Wengers í Arsenal“.
Nú er það svo að orðið „lærisveinar“ tengir maður helst við Biblíuna – Jesú hafði tólf lærisveina.
Ég spyr hvort megi ekki einfalda þetta aðeins og nota orðið „sveinar“.
Það yrðu þá „sveinar Guðmundar“ og „sveinar Wengers“.
Þetta er í góðu samræmi við íslenskar málvenjur. Þar er til dæmis talað um iðnsveina – það eru þeir sem eru í læri hjá meistara – jólasveina, hrausta sveina og hreina sveina – ekki ætla ég samt að leggja til orðið „knattsveinar“.
Í einu vinsælasta barnakvæði íslensku er ort um sveina, það er í Fúsintesarþulu en þar er beinlínis spurt:
Hverja hefurðu sveina með þér?