fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Lærisveinar eða bara sveinar

Egill Helgason
Mánudaginn 25. janúar 2016 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í íþróttafréttum má gjarnan sjá og heyra orðið „lærisveinar“.

Til dæmis „lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu“ eða „lærisveinar Wengers í Arsenal“.

Nú er það svo að orðið „lærisveinar“ tengir maður helst við Biblíuna – Jesú hafði tólf lærisveina.

Ég spyr hvort megi ekki einfalda þetta aðeins og nota orðið „sveinar“.

Það yrðu þá „sveinar Guðmundar“ og „sveinar Wengers“.

Þetta er í góðu samræmi við íslenskar málvenjur. Þar er til dæmis talað um iðnsveina – það eru þeir sem eru í læri hjá meistara – jólasveina, hrausta sveina og hreina sveina – ekki ætla ég samt að leggja til orðið „knattsveinar“.

Í einu vinsælasta barnakvæði íslensku er ort um sveina, það er í Fúsintesarþulu en þar er beinlínis spurt:

Hverja hefurðu sveina með þér?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Ingi ráðinn til KSÍ
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar