fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Salek og hin hækkuðu framlög í lífeyrissjóði

Egill Helgason
Mánudaginn 1. febrúar 2016 12:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alveg með ólíkindum hversu lítil umræða hefur verið um hina nýju kjarasamninga sem eru gerðir undir yfirskriftinni Salek. Það er ný-korporatískt samráð verkalýðsforystunnar og atvinnurekenda, hefur áhrif á kjör stórs hluta landsmanna, en er varla nefnt í öllu fjölmiðlaþrasinu. Málið er sennilega of stórt og flókið.

Í samkomulaginu felst meðal annars stórhækkun á framlögum í lífeyrissjóði.

Jóhannes Geir Sigurgeirsson, fyrrverandi alþingismaður Framsóknarflokksins og að auki fyrrverandi stjórnarformaður Landsvirkjunar, skrifaði lítinn pistil um þetta á Facebook. Spurningarnar sem hann veltir upp eru allrar athygli verðar:

Er svolítið hugsi yfir nýju kjarasamningunum. Það er vissulega gott að hafa tryggt stöðugleika í nokkur ár…en er dæmið um lífeyrissjóðina hugsað til enda? 15% af launkostnaðinum fer í sjóði sem eins og staðan er í dag þurfa að ávaxta sig í lokuðu hagkerfi örmyntar. Til þess að standa undir skuldbindingum sínum þarf kerfið 3,5% raunávöxtun. Hverjir borga? Eins og staðan er í dag þá eru það íbúðakaupendur og ríkið enda er mikill meirihluti sjóðanna ávaxtaður þar.

Minnihlutinn er ávaxtaður í margskonar innlendum þjónustufyrirtækjum. Stóru undirstöðu útflutningsfyrirtækin eru fæst á markaði og eru auk þess í öðru hagkerfi: Með erlendar tekjur og aðgang að erlendum lánamörkuðum með þeim vöxtum sem þar eru. Hér er ekkert minnst á verðtrygginguna sem virðist vera lífsandi lífeyrissjóðakerfisins; það væri efni í annan pistil.

Er málið ekki svona: Við borgum fyrir ávöxtun á lífeyrissjóðunum með okurvöxtum á íbúðalánum, í hærri sköttum og hærra vöru- og þjónustuverði auk þess sem sá hluti atvinnulífsins sem ekki hefur aðgang að erlendu lánsfé býr við margfalda vexti á við nágrannalönd okkar. Hefur einhver reiknað út muninn á að ca. 10% af þessum 15% færu beint í gegnumrennslissjóð sem starfaði þá við hlið sjóðanna eins og þeir eru í dag? Er endilega víst að að sé verra?

 

Screen Shot 2016-02-01 at 12.38.47

Gylfi Arnbjörnsson skrifar undir, ásamt Björgólfi Jóhannssyni og Þorsteini Víglundssyni. Af vef ASÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar