fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Kvennafrí – Jeppamenning

Egill Helgason
Þriðjudaginn 25. október 2005 22:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er auðvelt að vera vitur eftir á (besserwisser), en ef ég hefði verið spurður fyrir svona viku hversu margir myndu koma í bæinn á kvennafrídaginn hefði ég sagt svona 50 þúsund. Ef ég hefði verið spurður á sunnudagskvöldið hefði ég líklega hækkað töluna og sagt 70 þúsund.

Það var mikill mannfjöldi, en fyrri talan er nær lagi. Það var aldrei hugsanlegt að þarna yrðu einungis 2000 manns eins og ég heyrði í fréttum Stöðvar 2 að skipuleggjendur fundarins hefðu í upphafi gert ráð fyrir. Það ber vott um mjög litla söguþekkingu.

— — —

Ég hitti margar konur í gær sem voru sáróánægðar vegna þess að þær komust ekki á fundinn á Ingólfstorgi. Reyndu að troðast um göturnar, en gáfust svo upp. Svo hitti ég reyndar aðrar sem sögðust hafa komist á fundinn en kvörtuðu undan því að hann hefði verið leiðinlegur.

Þarna voru flutt löng atriði – meðal annars leikrit – sem eiga ekki sérstaklega vel við á útifundi í köldu veðri, en í ræðurnar skorti eldmóð, nema hjá Amal Tamimi sem talaði um tvöfalt óréttlæti sem erlendar konur eru beittar á Íslandi.

— — —

Kvennafrídaginn 1975 var ég strákur í þriðja bekk í MR. Kennslu var hætt um miðjan dag – maður leit á þetta eins og hvert annað göngufrí. Ég man eftir að hafa gengið út á traðirnar fyrir utan skólann og horft yfir sviðið – þá sá maður að mannfjöldinn var gríðarlegur og eitthvað mikið á seyði. Þetta var mjög áhrifarikt.

Ég fór og fylgdist með öllum fundinum – man vel eftir rauðsokkunum sem sungu Áfram stelpur, en þó sérstaklega eftir ræðu Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur. Hún sló gjörsamlega í gegn þennan dag. Ávarpaði fundinn alveg milliliðalaust, með sinni rámu raust, virtist fullkomlega heil og sönn.

— — —

Sala á jeppum, svokölluðum Sport Utility Vehicles, í Bandaríkjunum minnkaði um 33 prósent í september. Ástæðan er sú að verðið á galloni af bensíni er komið yfir 3 dollara. Sala á stærstu bílunum, Expedition og Explorer frá Ford, Suburban, Tahoe, Avalanche, Yukon og Envoy frá General Motors, Toyota Land Cruiser og Sequoia minnkaði frá 43 til 61 prósent.

Eitt gallon er 3,8 lítrar. Hér kostar slíkt magn af bensíni um 420 íslenskar krónur. Það eru um það bil 7 dollarar.

En jepparnir seljast hér sem aldrei fyrr. Það er sorglegt fyrir bandarísku bílaframleiðendurna að Íslendingar skuli ekki vera fleiri.

Fyrst birt: 25. okt. 2005 21:42

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“