fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Eyjan

Bjarni opnar sig um lögbannið: Kemur á mjög óheppilegum tíma

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 17. október 2017 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Mynd: Sigtryggur Ari

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar vera út í hött og komi á mjög óheppilegum tímapunkti.

Sjá einnig: Lögbann staðfest gegn Stundinni

Sjá einnig: Beðið eftir viðbrögðum Bjarna

Segir hann í samtali við RÚV að hann hafi aldrei reynt að stöðvar fréttaflutning um sig:

Í fyrsta lagi verð ég að segja að þetta er að koma á alveg einstaklega óheppilegum tíma. Lögbann á umfjöllun um mig sem hefur staðið í, ég veit ekki hvað ég á að telja langt aftur, tíu ár, vegna minna ára í viðskiptalífinu. Eða vegna mála sem snerta mig mjög persónulega og hafa svo sem ekkert með almannahagsmuni að gera,

segir Bjarni. Hann segir að hann hafi aldrei reynt að gera tilraun til að stöðva fréttaflutning um sig, hann hafi aðeins leitast við að koma með svör. Telur Bjarni að fjölmiðlar ættu að vera frjálsir að flytja fréttir og fjalla um málefni, sérstaklega málefni sem varði almenning:

Ég hef fyrir löngu, löngu síðan sætt mig við það að sem opinber persóna þurfi að gilda önnur viðmið fyrir mig. Og í ljósi þess að umræðan um þessi málefni er dálítið orðinn hlutur, þá finnst mér lögbann á þessum tímapunkti eiginlega út í hött hvað mig sjálfan varðar. En ég vil ekki með því gera lítið úr því að það kunna að vera þúsundir Íslendinga, eins og maður les í fréttunum, sem hægt er að fá upplýsingar um í einhverjum gögnum sem eru illa fengin. Og það þurfi að fara sína leið í kerfinu.

Sjá einnig: Hver er Þórólfur sýslumaður?

Sjá einnig: Þórólfur vissi af lögbanninu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi