Ball 68 kynslóðarinnar sem venjan er að halda á nýársdag hefur verið slegið af.
Munu ýmsir úr þessari merku kynslóð vera býsna slegnir.
Leikur orð á að nú sé kynslóðin komin að fótum fram, hún treysti sér ekki á dansleiki eftir myrkur.
Enda er hún komin á sjötugsaldur.
Og það eru liðin fjörutíu ár frá Woodstock.