Kvöldið fyrir Þorláksmessu er kannski ekki góður tími fyrir fréttaskúbb.
En það er afar skrítið hvernig mál sem Helgi Seljan reifaði þetta kvöld hvarf barasta.
Þarna eru bisnessmenn sem eru búnir að keyra fyrirtæki í þrot að fá risastórt kúlulán í banka sem ríkið er búið að taka yfir, Landsbankanum – gegn engum veðum nema bréfum í fyrirtækinu sjálfu.
Fyrirtækið er Icelandic Group – gamla Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna – það var í eignasafni Björgólfs Guðmundssonar, en meðal þeirra sem hér koma við sögu eru Guðmundur Kristjánsson í Brimi og Friðrik Jóhannsson, þá- og núverandi stjórnarformaður Icelandic Group. Báðir sátu í stjórn félagsins fyrir hrun.
Lánið var notað til að kaupa upp nær alla hluti í Icelandic Group.
Sjá umfjöllun Kastljóssins hérna.