Jón Sigurðsson var stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins á tíma hrunsins.
Væntanlega verður stór kafli um FME í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem á að birtast í febrúarbyrjun.
Hugsanlega finnur nefndin einhverjar málsbætur fyrir stofnunina og stjórnendur hennar – það er raunar erfitt að sjá hverjar þær ættu að vera.
Fjármálaeftirlitið íslenska virðist hafa brugðist hlutverki sínu gjörsamlega. Í staðinn fyrir að hafa eftirlit með bönkunum, virka eins og yfirvald, var stofnunin í því að þjóna þeim.
Því virkar út í hött að skipa Jón sem formann stjórnar Íslandsbanka – aðeins mánuði áður en þessi skýrsla birtist.