Ég man eftir nafni Guðmundar Sesars Magnússonar þegar hann var að berjast fyrir fjölskyldu sinni gegn sölumönnum dauðans. Hann skrifaði bók um fíkniefnabölið sem nefndist Sigur í hörðum heimi.
Svo hvarf hann af sjónarsviðinu.
Fyrir jólin frétti ég að hann hafi látist í sjóslysi á litlum báti fyrir austan land. Sjálfur missti Guðmundur Sesar föður sinn í hafið þegar hann var tveggja ára.
Svo les maður þessa mögnuðu frásögn af því hvernig hann fórnaði lífi sínu til að tengdasonur hans gæti lifað og séð konu sína og barn aftur.
Oddrún, kona Guðmundar Sesars, mun hafa sagt við klerk eftir þetta hörmulega slys:
„Við höfum nú frekar brotna geislabauga, prestur minn.“
Það höfum við fleiri. En þetta merkileg saga um fórnarlund og hetjuskap.