Prófessor í stjórnmálafræði hefur komist að því að því að boðskapurinn í kvikmyndinni Avatar sé vondur. Þarna sé tekin afstaða gegn tækni og framförum.
Þá sé enn verið að mæra hinn göfuga villimann úr ritum Rousseaus – en hann hafi hins vegar aldrei verið til.
Avatar lýsir ákeðinni tegund af framförum, þar sem náttúra er eyðilögð og fólk lítilsvirt, rekið burt eða drepið – já, allt í nafni framfaratrúar.
Nýlendukúgun og ránykju.
Fólk er það ofsótt vegna verðmæta sem það kann að búa yfir, náttúran er eyðilögð í gróðaskyni.
Í þessu sambandi er miklu nær að hugsa til þeirra sem verða fyrir barðinu á græðgi og útþenslustefnu – hvort sem það fólk telst „göfugt“ eða ekki.
Kongóbúa á tíma Leópolds, frumbyggja Tasmaníu, indíána á landnámstímanum í Ameríku, þjóðir í Amazonskógi, Palestínumenn, Tíbeta, íbúa Suður-Súdan – dæmin eru svo ótalmörg.
Prófessorinn hefur misskilið myndina algjörlega – að líkindum eftir einhverju skema sem er í kollinum á honum og verður varla breytt úr þessu.
Og í leiðinni tekst honum halda með vondu köllunum.