fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Gull, reykelsi eða mirra

Egill Helgason
Laugardaginn 26. desember 2009 00:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt þessari frétt hefur prestur í Arizona í Bandaríkjunum komist að því að asni hafi verið eins konar Cadillac í Gyðingalandi hinu forna.

Og því hafi Jósef og María alls ekki verið fátæk. Og ekki Jesú heldur.

Svo hafi þau fengið góðar gjafir frá vitringum sem fögnuðu fæðingu Jesúbarnsins – meira að segja gull. Það er ekki málmur fátæklinga.

Við höfum litla jötu hérna í stofunni, uppstillingu af fæðingu frelsarans, raunar með dálítið ofvöxnu barni. Upprunalega Jesúbarnið brotnaði af og ég útvegaði nýtt, sem er nokkrum númerum of stórt. Má segja að jatan hafi sinn karakter.

Áðan var Kári búinn að ná í vasaljósið sem hann fékk í jólagjöf frá afa sínum, lýsti inn í fjárhúsið og hélt einhvers konar helgileik.

Við heyrðum hann tísta fyrir fuglana, jarma fyrir lömbin. Svo upphófst nokkur hávaði.

Það voru vitringarnir að rífast um hvað væri flottast, gull, reykelsi eða mirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“